Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 71
Handbók fyrir hreppsnefndarraenn.
71
fram á að skora á stjórnina, að leggja fyrir næsta alþingi
frumvarp til nýrra sveitastjórnarlaga, byggt á þeim grund-
vallarreglum, er teknar voru fram á alþingi 1855, þ. e.
einkum að halda sýslunefndinni, og var það samþykkt.
í konunglegri auglýsingu til alþingis 1. júní 1861 *), get-
ur stjórnin þess, að viðburðir bafl verið gjörðir, til að
koma málinu fram, en það sje þó eigi enn svo undirbúið,
að það verði lagt þá fyrir þingið.
Árið 1865 var málið enn tekið fyrir á þingi frá
þingmanna hálfu, og samþykkt nær umræðulaust að biðja
konung, sem fyrst að láta leggja fyrir þingið frumv. til
reglugjörðar um sveitastjórn á Islandi. Með konunglegri
auglýsingu 31. maí 18671 2) var svarað, að með því að
málefni þetta að miklu leyti sje undir því komið, hvernig
stjórnarskipun íslands verði ráðið til lykta, þá verði að
svo stöddu ekki gjörðar frekari ráðstafanir, til að koma
málefni þessu lengra áleiðis.
Loks 1871 lagði stjórnin fyrir þingið frv. til sveit-
arstjórnarlaga, og var, eins og við mátti búast um jafn á-
ríðandi málefni, kosin nefnd í það, og lagði hún til, að
frv. yrði samþykkt með litlum breytingum, er einkum snertu
amtsráðið, því að eptir frumvarpi stjórnarinnar, átti að vera
eitt sameiginlegt amtsráð fyrir allt landið; aðrar breyt-
ingar, er snertu hreppsnefndir, er þingið gjörði, voru, að
það bætti inn í 15. og 17. gr., ogákvað eindaga ásveit-
argjöldum í 19. gr, Frumvarpið var því næst samþykkt
af konungi sem gildandi lög 4. maí 1872, og átti eptir
síðustu (61) gr. að öðlast fullt gildi, svo fljótt, sem verða
mætti, eptir nánari ákvörðun dómsmálastjórnarinnar. Með
1) Lovsaml for Island. 18. B, bls. 227.
2) Sst.