Lögfræðingur - 01.01.1897, Qupperneq 72
72
Klemens Jónsson.
brjefi 16. apríl 1873 fól dómsmálastjórnin landsböfðingja
að sjá um, 'að kosningar í hreppsnefnd gætu farið fram
á vorhreppaskilum 1874, og kosningar í sýslunefnd á
manntalsþingum s. á., eða að minnstakosti 1 byrjun árs-
ins 1875, þannig, að lögin það ár geti öðlast gildi, og
má því telja, að lögin hafi gengið í gildi frá og með 1.
janúar 1875.
III.
Hreppsnefnd. Tala nefndarmanna.
Hreppsnefnd er löglega kosin nefnd manna með viss-
um lögboðnum hæfilegleikum, til þess undir umsjón
sýslunefndar og amtráðs að hafa stjórn sveitamálefna á
liendi í hverjum hreppi (1. gr. sv. stj. tilsk.), eins og
liann að fornu liefur verið, eða með þeim breytingum,
er á honum kannn að verða (sbr 23. gr.), en í hverju
stjórn þessi sje fólgin, og um takmörk valds þess, er nefnd-
inni er falið, vísast til þess, er síðar verður sagt í VIII.
og IX. kafla.
Samkvæmt því, sem áður er tekið fram, gátu lög-
hreppar verið mismunandi á stærð, þó að til væri tekin
minnsta búenda tala, og orsakast það af ýmsu, einkum
landslagi, þar sem dalir myndast, eða ár og vötn deila,
eyjareru o. s. frv. Hrepparnir á íslandi eru því mjög mis-
jafnir að stærð, allt frá 9 búendum upp að 80—100 búend-
um ; í fólksmörgum hreppum, einkum við sjávarsíðuna, er því
þörf á fleiri mönnum í stjórn, heldur en í litlum hreppi
og fólksfáum. J>að er því ákveðið í 2. gr. sv. stj. tlsk.,
að hreppsnefndarmenn geti verið 3, 5 eða 7 menn eptir
stærð hreppsins og fólkstölu. Amtmaður ákvað í fyrstu,
hve margir skyldu vera í hreppsnefnd. En ef fólksfjöldi