Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 73
HanJbók fyrir hreppsnefndamenn.
73
í hreppnum breytist svo mjög, annaðhvort eykst eða minnkar,
að sú tala hreppsnefndarmanna, sem áður var, sje nú eigi
nægileg eða orðin óþörf, þá getur sýslunefndin breytt hinni
ákveðnu tölu eptir tillögu hlutaðeigandi hreppsnefndar.
Sje einum hreppi skipt, eða tveir hreppar eru lagðir sam-
an samkv. 23. gr. þá er það amtmanns, að ákveða tölu
nefndarmanna í hinum nýja hreppi, sbr. landshöfðingja-
brjef 26. maí 1876 (Stj. tíð. 1876. B. hls. 60) og mörg
síðari brjef.
IV.
Kosningarrjettur til hreppsnefnda. Kjörgengi. Kærur.
Kosningarrjett í hreppsnefnd hefur eptir 3. gr.
a. Hver karlmaður.
b. sem er búandi maður í hreppnum.
c. er 25 ára að aldri.
d. hefur haft fast aðsetur í hreppnum síðasta árið, og
goldið til hans þarfa.
I>essi 4 skilyrði eru alveg föst, og skal nú farið nokkr-
um orðum um hvert þeirra.
a. |>essu skilyrði er síðar breytt með lögum 12. maí
1882, og skal síðar verða minnst á þau.
b. I'essi orð »búandi maðum þýða eptir orðunum sjálf-
um, hvern þann sem býr,- o: er eða dvelur í hreppnum;
að vísu mætti skiija þau á þann veg, að þau táknuðu
þann mann, sem byggi á vissum ábúðarhundruðum í
jörð, er metin væri til dýrleika, og mætti færa það til
stuðnings þessari setningu, að þar sem landbúnaður bæði
að fornu og nýju er aðalatvinnuvegur landsins, væru þeir
menn einir kallaðir »búendur«, er þann atvinnuveg stund-
uðu; þannig var orðið búandi eða bóndi skilið í gömlum