Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 78
78
Klemens Jónsson.
virðilegt að almenningsáliti, því sje það eigi, iiekkar það
eigi marmorð hans. Hvenær verkið sje þannig, er eigi
hægt að segja neitt ákveðið nm; þeir sem eiga að meta
þetta, verða að gjöra það, eptir því sem þeir þekkja al-
menningsálitið, og bæði getur það verið mismunandi á
ýmsum tímum og stöðum; einhver löstur getur verið svo
almennur á einum stað, að hann sje þar eigi almennt á-
iitinn svlvirðilegur, þó hann sje það annarsstaðar; með
tímanum getur einnig almenningsálitið breyst, svo að nú
er það álitið svívirðilegt, sem eigi var það áður, eða hins
vegar. það er þvi eigi hægt að gjöra fullkomlega grein
fyrir þeim verkum, sem að almenningsáliti eru svívirði-
leg, en þessi má nefna: morðogdráp venjulegast, brennu,
rán, þjófnað, meinsæri og nauðgun, sje þessi verk framin
af ásettu ráði.
Til þess að verkið flekki manninn út heimtist að s a k-
fellandi dómur hafi fallið um það. |>etta erbeint skil-
yrði; það er því eigi nóg, að maðurinn sje grunaður um
illverknað, eða sje settur undir ákæru fyrir hann. Heldur
ekki er það nóg, að menn hafi áður verið dæmdir sýknir
af «frekarin kærum rjettvísinnar, sem nú á sjer ekki stað
lengur. Venjulega hverfur kraptur dómsins, þegar hon-
um er áfrýjað, en eigi í þessu tilfelli, maðurinn fellur
skýrt undir orðin, hann er dæmdur, meira út heimtist
ekki, og þvi alls ekki, að það sje með endilegum dómi
eða dómi, sem eigi verður áfrýjað. pó að maðurinn sje
náðaður, þá er mannorð hans eigi að síður flekkað, og
verkun dómsins hefir þennan blett á sjer, þangað til saka-
maðurinn hefur fengið uppreisn æru sinnar, því þá hverfa
afiar þær afieiðingar, sem að lögum eru bundnar við þá
skerðingu rjettinda hans, er leiðir af dóminum.