Lögfræðingur - 01.01.1897, Síða 79
Handbók fyrir hreppsnefndartnenn.
79
2. Að hann er öðrum háður sem hjú. Hjer verður
aðalspurningin: hvað er hjú? Og verður þá að skilja það
þannig, að hjú er hver sú persóna, sem með samningi
eða á annan virkilegan hátt ræður sig í vist á löglegan
hátt fyrir þann tíma, sem lögin ákveða, sbr. 2. og 3. gr.
í tilsk. 26. jan. 1866, en víst er það, að maðurinnskuld-
bindursig til að vinna líkamlega þá vinnu,sem annað-
hvort er fyrir fram ákveðin, eða þá er samboðin stöðu þess
og algeng, sbr, 16. gr. í nefndri tilskipun, eða með öðr-
um orðum, hjú eru þeir, sem verja eptir samningi lík-
amskröptum eða vinnukrapti til hags fyrir annan mann,
húsbóndann, móti umsömdu kaupi. Orðið «hjú» í voru málí
inni bindur í sjerlægraþjónustufólk, svo að t. a. m. versl-
unarmenn, sem fremur verja sínum andlegu kröptum en
líkamlegu í þarfir húsbóndans, enda þótt þeir sjeu til
húsa hjá húsbændum sínum. falla tæplega þar undir
(Stj. tíð. 1876 B bls. 23), heldur ekki heimilskennarar , þó
skal það játað, að takmörkin eru hjer æði ónákvæm ; að
því er snertir fullorðna syni, sem eru heima hjá foreldr-
um sínum og vinna þeim, án þess að neinn fastur samn-
ingur sje um það gjörður, sem er óvanalegt, þá verður
að ætla að þeir haíi kosningarrjett, ef þeir að öðru leyti
uppfylla skilyrðin. í öllu falli er það þó víst, að lialdí
hjer greindir menn fasta eldstó, o: dúk og disk, þá eru
þeir eigi Öðrum háðir sem lijú.
3. Að maðurinn hafi eigi þegið sveitarstyrk, nema hann
sje endurgoldinn. Með sveitarstyrk er hjer meintur sá
styrkur, sem hreppnum er skylt að veita samkv. 52. gr.
stjórnarskrárinnar, og að sá styrkur sje löglega veittur,
sbr. hjer að síðar. Annar styrkur t. a. m, ölmusu í skóla,
eða af legötum, ókeypis kennslu eða þessháttar, er eigi fá-