Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 80
80
Klemens Jönsson.
tækra styrkur; auðvitað kemur hjer einungis sá styrkur
til greina, sem veittur er kjósandanum, eptir að hann er
orðin fullra 16 ára.
fetta skilyrði hljóðar þannig: að kjósandinn standi
eigi í skuld fyrir þeginn sveitarstyrk. f>etta er í fyrsta
lagi upp fyllt, þá er sveitarstyrkur er að fullu aptur greidd-
ur, og stendur þá alveg á sama, hvort hann hefur borgað
hann af eigin rammleik eða með annara tilstyrk, en
það er einnig upp fyllt, þá skuldin er eptirgefin, reyndar
er þetta skýrt tekið fram i lögum 14. sept. 1877 4, gr.,
en það sannar þó eigi neitt hjer á móti, þar sem það er
yngra lagaboð, og því hefur getað tekið þessa ákvörðun með,
til þess að taka af allan vafa.
4. Ef kjósandinn er eigi fjár síns ráðandi. Sá er eigi
fjár síns ráðandi, sem hefur framselt bú sitt sem gjald-
þrota, eða eptir kröfu af einhverjum skuldainnheimtumanni,
verið lýstur gjaldþrota sbr. lög 13. apríl 1894. Verkanir
gjaldþrotsins reiknast frá því, að beiðnin er komin til
skiptaráðanda, ef það á að byggjast á beiðni skuldunauts
sjálfs, ella frá úrskurði skiptaráðanda, um að hann taki
búið til gjaldþrota meðferða, sbr, 8. gr. Hins vegar geta
verkanir gjaldsþrotsins aptur horfið, sbr. 8. gr. 2. lið og
9. gr. ÍEnn fremur er sá eigi fjár síns ráðandi, er svipt-
ur hefur verið fjárræði samkvæmt yfirvalds úrskurði, sjá
dönsku lög 3—17—1 og tilsk, 21. desbr. 1831 I.1).
1) 4. gr. hljóðar svo:
Sannist það fyrir amtmanni, að sá, er þiggur eða þegið
hefur sveitarstyrk, sem enn er eigi endurgoldinn, fari ráð-
lauslega með efni þau, er hann hefur undir höndum, skal
amtmaður eptir beiðni sveitarstjórnar og tillögu sýslumanns
eða bæjarfógeta svipta hann fjárforráðum með úrskurði og