Lögfræðingur - 01.01.1897, Qupperneq 82
Klemens Jónsson.
82
eigi við, úr því viðbætt er, að þær á einhvern hátt
eigi með sig sjálfar, en það virðast þær alltaf, nema því
að eins, að þær sjeu vistráðin hjú annars manns. Upp-
f57lli því þessar konur hin almennu skílyrði, og sjeu eígí
vistráðin hjú, þá verðum vjer að álíta, að þær hafi kosn-
ingarrjett.
Kjörgengi í hreppsnefnd hefur liver sá, er eptir fram-
anskrifuðu hefur kosningarrjett, nema konurnar, þó mega
samkvæmt 4. gr. feður og afkomendur eigi sitja í sveitar-
stjórn í senn; þetta gildir eigi einungís fvrir föður og
son, heldur og alla niðja og alla ættfeður. Annar skyld-
leiki eða tengdir koma aptur á móti eigi til greina, og
leiðir það beint af þessu skýra fyrirmæli, sem annars værí
óþarft.
Nú er kært yfir því, að einhver sje settur á kjörskrá,
er eigi hafi að lögum kosningarrjett, eða einhverjum sje
ranglega sleppt, sem þar á að standa, ogskal þá kærandi
koma fram með mótbáruna eða kröfuna í síðasta lagi á
sjíilfum kjördeginum, og úrskurðar kjörstjórnin það atriði
áöur en til atkvæða er gengið (6, gr. síðasti iiður) ; úr-
skurði þá kjörstjórnin að taka þann upp á skrána, sem
krefst þess, þá gjörir hún það þegarT og greíðír hann þá
atkvæði við kosninguna; úrskurði hún hínsvegar að strika
skuli út mann, sem staðið hefur á skrá, af því hann sje
þar ólöglega settur, þá neitar hún honum um atkvæðisrjett
við kosninguna, og getur hann þá eigi hindrað hana, þó lianni
lýsi því yfir, að hann ætli að áfrýja úrskurðinum tíl sýslu-
nefndar, því eptir 8. gr. má áfrýja til sýlunefndar úrskurð-
um kjörstjórnarinnar, en þá verður kæran að koma skrif-
lega til formanns kjörstjórnarinnar innan 8 daga, frá því
að úrskurðurinn var felldur, og sendir kjörstjórnin sfðan