Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 85
Handbók fyrir hreppsnefndarmenn.
85
úr hreppsnefnd, að manni eigi komi saman við meðnefnd-
armenn sína.
]>egar nefndarmaður deyr eða á annan hátt fer úr
nefndinni, skal þegar kjósa á ný fyrir þann tíma, er hann
átti eptir af G árum, nema hinir aðrir nefndarmenn í
einu hljóði ákveði að fresta megi að setja annan í hans
stað, þangað til almennar kosningar fara næst fram (9.
gr. 2. liður).
Orðin um rjett sýslunefndarmanna til að skorast und-
an kosningu í hreppsnefnd hljóða svo, að það má skilja
þau þannig, að þau einungis eigi þá við, er maðurinn sje
orðinn sýslunefndarmaður, þegar kosning í hreppsnefnd fer
fram, en að þau eigi ekki við, þegar hreppsnefndarmaður
er kosinn í sýslunefnd, og að hann því verði að útenda
sinn tíma í hreppsnefnd. Allt um það álítum vjer vafa-
laust, að sýslunefndarmaðurinn einnig í þessu tilfelli, geti
skorast nndan að vera lengur í hreppsnefnd. Orðin í 5.
gr. 2. lið síðast eru eigi svo, að brýn nauðsyn sje til þess
að leggja hinn fyrnefnda skilning í þau.
VI.
Kjörstjórn, kjörskrár og kosningar.
1 kjörstjórninni eru oddviti hreppsnefndarinnar og 2
menn, er nefndin kýs með oddvita í livert skipti og kjósa
á í nefnd, hvort heldur reglulegar kosningar eiga fram að
fara 3. hvert ár, eða aukakosningar. Kjörstjórn þessi býr
til skrá yfir alla kosningarbæra menn og konur^jog und-
irskrifar hana; því næst er skráin lögð fram og skal hún
að minnsta kosti liggja frammi 3 vikur til sýnis á undan
kjördegi á hentugum stað, venjulega þingstaðnum, eða