Lögfræðingur - 01.01.1897, Síða 86
86
Klemens Jónsson.
eptir atvikum á fieiri hentugum stöðum (6. gr.). í sum-
um hreppum býr nefndin til kjörskrá á hverju ári um
leið og kjörskrá til alfiingis, og virðist ekkert vera á móti því.
Kosningin skal ávallt fram fara á vorhreppaskilum,
nema aukakosning sje þá eptir ákvörðun kjörstjórnarinnar.
J>ar sem það er hreppstjóri, sem kveður til hreppaskila-
þings sbr. 4. gr. í lögum 12. júlí 1878 um lausafjártíund,
þá verður kjörstjórnin að bera sig saman við hann um
þingdaginn, því bæði á kjörskráin að liggja til sýnis 3
viktir á undan kjördegi, og svo skal kjörstjórnin auglýsa
dag og stund, þá er kosningin skal fram fara með þingboði
um allan hreppinn að minnsta kosti 8 dögum áður (7. gr.).
A liinum ákveðna degi mætir kjörstjórnin og byrjar
kosningargjörðina eptir samráðivið hreppstjóra; fyrst kveð-
ur kjörstjórnin upp úrskurð, ef nokkrir eru til, eða ástæða
verður á fundinum til þessa; því næst hefst kosningin
eptir kjörskránni, og eru kjósendur kallaðir fram eptir
lienni, annaðhvort eptir stafrofsröð eða eptir bæjaröð; eng-
inn getur kosið, nema hann mæti sjálfur á fundinum; skila-
boð eða seðlar sendir á fundinn eru ógildir. Kjósandi
skýrir munnlega frá því, hvern eða hverja hann kjósi, og
eru atkvæðin jafnóðum rituð í kosningarbókina, og verður
hann að kjósa jafn marga og á að kjósa, annars er atkvæði
lians ógilt. Að endaðri kosningargjörð, sem aldrei má
vara skemur en eina stund, enda þótt viðverandi kjósend-
ur sjeu löngu áður búnir að greiða atkvæði, les formaður
kjörstjórnarinnar upp öll atkvæði, sem greidd hafa verið,
en lúnir kjörstjórarnir rita þau upp og telja þau saman,
og eru þeir þá rjett kjörnirsem ílest atkvæði liafa fengið,
Ef fleiri hafa jafn mörg atkvæði, ræður hlutkesti, svo að
aldrei þarf að kjósa upp aptur (7. gr.).