Lögfræðingur - 01.01.1897, Síða 87
Handbók fyrir hreppsnefndarmenn.
87
Nú skorast sá undan kosningu, sem hana hefur hlot-
ið, og sker þá kjörstjórnin þegar úr því með úrskurði,
hvort afsökun hans er gild; ef kjörstjórnin tekur hanatil
greina, fer fram ný kosning á alveg sama hátt og áður;
sje afsökunin eigi tekin til greina, má skjóta úrskurðin-
um til sýslunefndarinnar (8. gr.). En þar sem sýslunefnd-
in venjulega hefur eigi fleiri en einn fund á ári, og það
seint á vetri eða snemma á vori, getur það vel að borið,
að nær því heilt ár líði, þangað til úrskurður sýslunefnda
fæst, þetta getur orðið til mikilla óþæginda, enda fáum
vjer eigi betur sjeð, en að sýslumaður geti þegar í stað
skorið úr málinu til næsta sýslufundar sbr. ull. gr. og 8.
gr. Að kosningunni lokinni skal kjörstjórnin skýra sýslu-
nefndinni frá úrslitunum.
Ef einhver vill kæra yfir því, að kosningargjörðin
hafi verið ólögleg, t. a. m. að kjörskráin hafi ekki legið
nógu lengi frammi, að kosningin hafi eigi verið nægilega
boðuð, að kjörstjórnin hafi neitað að taka á móti atkvæð-
um, eða tekíð á móti þeim, þótt kjósendur hafi eigi mætt
sjálfir, að kosningargjörðin hafi staðið of stutt yfir o. s. frv.
og skal þá kæra það skriflega fyrir formanni kjörstjórnar-
innar innan 8 daga frá þvi að kosningargjörðinni er lokið,
og sama á sjer stað, ef einhver vill kæra yfir þeim úr-
skurðum, sem kjörstjórnin hefur fellt, hvernig svo sem
þeir úrskurðir eru og í hverju fólgnir. Kjörstjórnin skal
síðan tafarlaust senda umkvörtunina með áliti sínu til
sýslunefndarinnar, og leggur hún síðan endilegan úrskurð
á málið. Urskurði sýslunefndin, að kosningin sje ólög-
mæt, skal kjósa á ný (8. gr.). Kjörstjórnin boðar þá fund
á ný með venjulegum fiyrirvara, og fer kosningin að öðru
leyti fram á venjulegan hátt.