Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 92
Tvlomons .1 nnssoti.
íeikninginn. Oddviti skal varðveita gjörðabækur hrepps-
ins, brjef og önnur skjöl eða skilríki, er snerta hreppinn,
bækur, svo sem alþingistíðindi og stjórnartíðindi, og sjá
um, að þau sjeu bundin inn, og skila síðan öllu bóka- og
skjalasafninu þegar hann fer frá. Til þess að geta haldið
skjölunum í reglu og yfir höfuð gengt starfasínum reglu-
lega, .þá er oddvita nauðsynlegt að halda dagbók yfir öll
innkomin brjef, og færa inn í sjerstaka bók öll þau brjef,
er liann aptur skrifar í þarfir nefndarinnar. [>ess skal
hjer getið, að brjef sem oddviti afgreiðir, ætti aldrei að
vera skrifuð í minna formi en 4 blaða broti; og aldrei á
eitt brjef að innihalda fleiri málefni en eitt.
Fundir nefndarinnar eiga að vera tveir að minnsta
kosti á ári hverju vor og haust (13. gr.), og auk þess
getur oddviti boðað til fundar svo opt sem hann vill og
þörf er á; ennfremur skal hann skyldur að boða til fund-
ar, ef helmingur nefndarmanna krefst þess, og ef prest-
urinn eða fátækrastjóri heimtar, og um kennslu- eða fá-
tækra mál er að ræða.
Að því er aðalfundina snertir, þá ákveður hrepps-
nefndin ]iað sjálf á livaða stað og tíma þá skuli hahla,
en þó skal oddviti eigi síður boða þá fundi eins og áður
er sagt hreppsbúa vegna, en hvenær og hvar aukafundi
skuli halda, er undir oddvita komið. Fundir skulu venju-
lega haldnir í heyranda hljóði, en þó má hreppsnefndin í
einstöku tilfellum eptir formlegri ályktun ræða einstök mál-
efni fyrir luktum dyrum. Hvenær nefndin vill beita þess-
ari ákvörðun, er undir henni sjálfri komið, og þeim takt,
er nefndarmenn hafa; það geta verið mál, sem að sjálfsögðu
eiga að ræðast fyrirluktum dyrum, t. a. m., ef þausnerta
eingöngu einstakan nafngreindan mann, og eru þess eðlis,