Lögfræðingur - 01.01.1897, Síða 93
Handbók fyrir hreppsnefndarmenn.
93
að dómur hreppsnefndarinnar um hann eða hans nánustu,
í persónulegu eða efnalegu tilliti hlýtur að koma fram, en
að öðru leyti er ómögulegt að gefa neinar almennar regi-
ur um slíkt, en þó skal þess getið, að pað virðist engin
ástæða til að ræða útsvarskærur fyrir luktum dyrum, þó
þær snerti efnahag einstakra hreppsbúa; þær eru líka opt
þess eðlis, að það er heppilegast, að þær sjeu ræddar op-
inberlega,
Til þes að gjöra lögmæta ályktun útheimtist, að helm-
ingur nefndarmanna sje á fundi, en að öðru leyti gildir
atkvæðafjöldi (13. gr.), og sjeu jafnmörg atkvæði ræður
atkvæði oddvita úrslitum; fái fieiri jafn mörg atkvæði við
kosningar, skal hlutkesti fram fara. Sjerhver nefndar-
maður á lieimting á að fá ágreiningsálit sitt bókað í gjörða-
bókina. Að fundi loknum skulu allir nefndarmenn, eptir að
gjörðabókin hefur verið lesin upp og viðurkennd rjett,
undirskrifa hana, og það þó einhver hafi orðið í minni
hluta, livortsem hannhefur ritað ágreiningsatriði eðaekki;
vilji einhver samt sem áður eigi undirskrifa gjörðabókina,
er hann þó að minnsta kosti skyldur til að bóka stutt-
lega, hví hann eigi vilji það gjöra, og rita nafn sitt þar
undir.
IX.
Verksvið hreppsnefnda.
a. Fátækramálefni.
J>ó að hreppsnefndin haíi fengið mörg og mikilsvarð-
andi störf á hendur með sveitarstjórnarlögunum,rþá er þó
þetta starfíð, að liafa á hendi fátækraniálefni hreppsins,
þýðingarmest og mest umvarðandi^ enda er það helsti arf-