Lögfræðingur - 01.01.1897, Qupperneq 95
Handbók fyrir hreppanefndarmenn.
95
stjórnin að athnga hvað manninnm kemur best í þanil
svipinn. Optast mun nægja að veita manninum eínhverja
matbjörg þangað til fer að aflast, eða hægt verður að fá
vinnu. — f>að ætti eigi að þurfa að taka þaðfram, að það
er hegningarvert, ef fátækrastjórnir í þessu tilfelli, sem
sumstaðar er títt, láta frá sjálfum sjer skemmdan korn-
mat, horað pestarket, eitthvert óþverra feitmeti eða þess-
háttar, og reikna sjer svo fullt verð fyrir, eða liðlega það,
en því er ver og miður að líkt þessu mun hafa verið
allt of algengt, og er það kannske enn. — Stundum getur
það orðið að góðu liði að taka barn af þurfamanni um
stund, eða ijetta á annan líkan hátt fyrir honum, en að-
alráðið í þessum tilfellum ætti þó að vera: að hrepps-
nefndin hefði næga vinnu handa bonum, svo
að hann þyrfti eigi á neinum styrk að halda, það er auð-
sætt, að ekkert bugar meir mannlega náttúru, ekkert dreg-
ur meira úr sjálfsálitinu, heldur en að vera upp á náð
annara kominn; en hinsvegar er ekkert eins hvetjandi og
upplyptandi lieldur en að geta unnið fyrir sjer og sínum
í sveita síns andlitis. Hreppsnefndir ættu því framvegis
að hafa það hugfast, að reyna til að útvega öllum þurfa-
mönnum sínum vinnu, þ. e. halda þeim frá sveit, því það
sparar ekki einungis bein útgjöld, lieldur gjörir það einnig
það, sem er þúsundfallt meira í varið, það gefur sveitar-
fjelaginu andlega hrausta og ókúgaða syni. Og þó sveit-
arfjolagið þyrfti að leggja útgjöld fram í verk í jiessu skyni,
sem eigi væru beinlínis nauðsynleg eða jafnvel ónauðsyn-
leg, þó borgar það sig samt, þau »forðabúr« sem lxver
hreppsnefnd ætti að hafa handa þurfamönnum sínum og
fátæklingum er vinna.-
En þetta ráð er eins og á er drepið eigi einhlýtt,