Lögfræðingur - 01.01.1897, Síða 96
96
Klemens Jónsson.
nema þegar utan að komandi ástæður valda örbyrgðinni,
Ef húsfaðirinn sýkist eða slasast þannig, að hann er ófær
til vinnu, þá eru ekki önnur úrræði fyrir nefndina en að
veita styrkinn á sem hentugastan hátt, en varast skyldi
hún þessvegna að tvístra heimilinu, því það ber eigi að
gjöra nema í ýtrustu nauðsyn, eins og síðar skal sagt,
Eigi örbyrgðin rót sína að rekja til leti, eyðslusemi eða
drykkjuskapar, þrátt fyrir ýtarlegar áminníngar og tilraun-
ir að leiða húsföðurinn á rjetta leið, ætti helst að koma
honum fyrir annarsstaðar, en veita konu hans styrk, til
þess að geta lifað áfram með börnum sínum, því eins
lengi og unnt er, ætti móðir að fá að geta uppalið börn
sín, en sje þetta ómögulegt, þá verður að tvístra heimil-
inu, og koma börnunum fyrir í góða staði, því það er í
þessu tilfelli eigi einungis rjettur, heldur einnig skylda
gagnvart börnunum að láta þau eigi alast upp á slíku
heimili, Enda þótt hægt sje að rita langt mál um þettá
atriði í styrkveitingunni, þá verður þó eigi drepið á fieira
um hana í þessum ritlingi, en það verður eigi of opt brýnt
fyrir hreppsnefndunum, að þessi styrkveiting er einhver sá
þýðingar mesti starfi, sem þær hafa á hendi, og að líf og
velferð mjög margra, já í rauninni líf og velferð þjóðar-
innar er undir því komin, að hjer sje farið að með mann-
úð og visku,
Til b, Einhleypar persónur, þar á meðalbörn. Af þess-
umfiokkikemur það sjaldan fyrir, að aðrir falli sveitinni til
þyngsla, en gamalmenni, sjúklingar og munaðarlaus börn,
og er styrkurinn tii þeirra fólgin í, að þeim er komið nið-
ur eptir lögum og landsvenju; það er því ekkert frekara
hjer við að athuga, annað en að sveitarstjórnin verður að
gjöra sjer allt far um að koma þessum aumingjum niður