Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 97
Handbók fyrir hreppsnefndarmenn.
97
í góða staöi, einkum þóbömunum. Máltækið segir: »það
er ekki gott að vita, að hverju gagni barnið kann að
verða«, og þetta er víst, en til þess að barnið geti náð
andlegum og líkamlegum þroska, verður það að vera ólcúg-
að að öllu leyti, það verður að fá þá sömu fræðslu og til-
sögn og önnur börn, þri þau börn eru eigi að sjálfssögðu
tornæmari en önnur börn, þó þau hafi ratað í þá ógæfu að
missa föður eða móðuráæsku aldri, eða afþví aðþauhafa
komið í óskilum inn í heiminn; en þau verða líka að fá
nægilegt fæði og klæði. Og það þarf eigi að lýsa því,
hvaða áhrif ónotalegt og lirottalegt atlæti getur haft á
bljúga barnssál, það ættu allir að vita og forðast það. I
einu orði »niðursetningurinn« hefur alvegþau sömu mann-
rjettindi og hver annar, og það er ekkert syndsamlegra og
svívirðilegra, lieldur en að fara illa með þá, sem ekki geta
vörn sjer veitt, og fyrir þjóðfjelagið er það skaði, að van-
rækt sje uppeldi þessara barna. — |>ví fer betur, að lmgs-
unarhátturinn í þessu efni er óefað farinn að batna, en
það mun þó enn eiga sjer stað í stöku hreppum, að ekk-
ert er hirt um börn, sem á sveit eru, og að einkum upp-
fræðsla þeirra stendur fangt fyrir neðan það, sem lögskip-
að er, sbr. lög 9. jan. 1880 um uppfræðing barna í skript
og reikningi, og lendir sú synd, þó ófagurt sje, á prest-
unum mestmegnis, sem, með því að liafa eigi nægilega vak-
andi auga á uppfræðslu þessara barna, brjóta eigi einungis
lagaskyldu sína, heldur livað mest á móti sínu prestlega
embætti og háleitu skvldu.
2. Fólk, sem eigi er sveitlægt í þeim hreppi (dvalar-
breppnum) er það nýtur stvrks í.
Um þetta atriði verðum vjer að vera nokkuð fjöl-
orðari, því að það er mjög algengt, að þess háttar styrk-
Lögfræðiugur 1. 1897.