Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 98
98
Klemens Jónsson.
ur sje veittur, og eins algengt, að ágreiningur verði milli
hlutaðeigandi sveitarfjelaga út af endurgreiðslu styrksins
á einhvern hátt. Hjer verður því nákvæmlega að taka
fram skilyrðin fvrir því, að slíkur styrkur sje löglega veittur.
Ef familía eða einhleypur maður, sem á sveit annars-
staðar, en þar sem hann dvelur, verður styrkþurfi, verður
liann að snúa sjer til sinnar dvalarsveitar um styrk,
sjá 9. gr. í fátækrareglugjörð 8. jan. 1834. f>að er alveg
rangt, eins og opt á sjer stað, að þurfamaðurinn snúi sjer
til sinnar eigin sveitar og fái styrkinn þaðan, með því
móti getur framfærslusveitin veitt þurfaling sínum styrk
í laumi, og þurfalingurinn þannig ranglega orðið sveit-
lægur í dvalarlireppnum, eða með öðrum orðum, fram-
færslusveitin getur þannig með brögðum velt af sjer
byrðinni yfir á aðra sveit; slíkt má því ekki eiga sjer
stað, nema með samþykki hreppsnefndarinnar í dvalar-
sveitinni. f>urfalingurinn á því að snúa sjer til dvalar-
sveitarinnar, og af því að það er áríðandi að liafa sönnun fyr-
ir þessari beiðni, þá getur hreppsnefndín krafist, að beíðnin
sje skrifleg, þó skal þess getið, að þess á engan hátt verð-
ur krafist, að hreppsnefndin í öllum tilfellum bíði eptir
skriflegri beiðni, þvert ámóti er það bein skylda nefnd-
arinnar, ef hún hefur ástæðu til að halda, að einhver líðí
sára neyð, án þess að bera sig upp undan því, að rann-
saka það nákvæmlega og veíta þá styrk, ef hans er þörf,
því margir eru svo gerðir, að þeir líða fyrst liungur og
neyð, áður en þeir geta fengíð af sjer að leita til sveitar,
en þó að slík tilfinning sje ekki nema í alla staði eðlileg,
þá má sveitarstjórnin þó eigi una við það, að minnsta
kosti eigi, of ungbörn eru, eða aðrar sjerstakar ástæður
eru fyrir hendi, sem liverri sveitarstjórn ætti að vera vanda-