Lögfræðingur - 01.01.1897, Síða 99
Handbók fj’rir hreppsnefndarmenn.
99
litið að greina. Hvort sem styrks er beiðst eða ekki, þá
skal nefndin láta rannsaka ástæðurstyrkþurfanda, þetta
er alveg nauðsynlegt skilyrði fyrir lögmæti styrksins,
sjá 9. gr. í fátækrareglugjörð og ótal yfirvalds úrskurði,
sjá t. a. m. Stj. tíð. 1895. B. bls. 135. Nefndin lætur
fátækrastjórana gjöra þessa rannsókn, en fátækrastjórar eru
1 eða 2 menn, sem hreppsnefndin árlega kýs úr sínum
flokki, til að hafa alla tilsjón um framfærslu þurfamanna
(sv, stj. tilsk. 14.gr.); fátækrastjórarnir ættu alltaf að vera
tveir. Eptir skoðunargjörðina ákveða hreppsnefndir, hvort
styrkinn beri að veita eða ekki. Sje styrkurinn veittur,
er rjettast að rita það í gjörðabókina, þó er þetta
eigi beint skilyrði, sjá Stj. tíð. 1874. B. bls. 53, og síðan
ber að tilkynna styrkveitinguna framfærsluhreppnum
tafarlaust með þeirri athugasemd, að reikningur verði
síðar sendur. þetta er annað aðalskilyrðið, og er marg-
opt tekið fram í úrskurðum, sjá t. a. m. Stj. tíð. 1874 B.
bls. 27, og sjerstaklega Stj.tíð. 1890 B. bls. 200, ogl891
B. bls. 78. Sje framfærslusveitin kunn, er þetta hægðar-
leikur, en sje vafi á um hana, eins og opt er, þá verður
nefndin að snúa sjer til sýslumanns síns eða þá í öllu
falli til hreppstjóra, til þess að taka skýrslu þurfalingsins
um verustaði hansfyrir rjetti, tilkynna síðan þeim hreppi,
sern eptir rannsókninni virðist líklegastur til að vera fram-
færslusveitin, ogleita yfirlýsinga þar að lútandi, verðisvar-
ið neitandi, verður dvalarsveitin tafarlaust að fá hrepps-
belgina útkljáða með löglegu móti, og þarf hún í því efni
eigi annað, en að snúa sjer til sýslumanns síns, sem þá
tekur málið alveg að sjer.
Hvað styrkinn sjálfan snertir, þá kemur hjer fram líkt
og áður er sagt, þó er auðvitað nefndin meira bundin hjer,