Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 100
100'
Klcmcns Jónsson.
þar sem um utanhreppsmenn er að ræða, og verður því
að hafa gát á, að veita þurfalingi það, sem honum kem-
ur best, en þó eigi meira en nauðsynlegt er, því að hrepps-
nefndir eru vanar fram úr liófi að vefengja og tortryggja
styrkveitinguna, enda hafa jiær opt ástæðu til |>ess, eink-
um þegar litið er til, hve opt það liefur komið fyrir að
hreppsnefndir í dvalarhreppnum hafa reynt til að troða
styrk upp á þurfalingá 9. og 10. ári dvalar hans, en þessi
tortryggni ætti alveg að geta fallið niður, sem alveg ósæmi-
leg, og af því að hinar illu atleiðingar liennar alla jafna
lenda á aumingjanum sjálfum, sem hefur verið svo ógæfu-
samur að verða orsök til þessa.
Með 5. gr. í fátækrareglugjörðinni fyrir augum skal
þess getið, að styrkveitingin svo rjett sje, erfyrst ogfremst
fólgin í því að veita þurfalingi og fjölskyldu hans nauð-
synlegt til fæðslu ogfatnaðar, húsaskjól, ennfremur nauð-
synlega læknishjálp, þar á meðal spítalavist eptir fvrirsögn
hlutaðeigandi lijeraðslæknis, sbr. Stj.tíð. 1877. B. bls. 108.
Aptur á móti er það eigi löglegur styrkur að borga á-
fallna skuld fyrir þurfaling, Stj.tíð. 1876. B. bls. 42, heldur
eigi er eptirgefið útsvar sveitarstyrkur, Stj, tíð. 1874. B.
bls. 52, og 1880. B. bls. 97. Ennfremur er það sjálfsögð
skylda hreppsnefnda að sjá börnunum fyrir góðum sama-
stað, eigi einungis þegar svo stendur á, að siðferði for-
eldranna er þannig, að það hefur spillandi áhrif á börnin,
heldur einnig ef börnin eru alin upp í leti og ómennsku,
eða þau fá eigi nema ónóga eða ekki lögboðna uppfræðslu,
því þá er nefndin samkv. síðari málsgrein 14. gr. í sv. stj.
tilsk. skyld að fylgja uppástungu prestsins, og það eins,
þó hann sje eigi í hreppsnefnd, að minnsta kosti þangað
til úrskurður sýslunefndarinnar fæst, ef ágreiningur er. —