Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 101
Handbók fvrir hreppsnefndarmenn.
101
líeiknino; yfir hinn veitta styrk sendir svo hreppsnefndin,
eins fljótt og hún getur; vilji svo nefndin í framfærslu-
sveitinni eigi viðurkenna hann, gjörir hún athugasemd
við |)á liði, er henni þykja of háir, eða ástæðulausir og
jiví um líkt; geti þá nefndirnar eigi komið sjer saman,
gengur málið til úrskurðar sýslumannsins í þeirri sýslu,
er dvalarsveitin er; sjeu báðir hrepparnir bæði dvalar- og
framfærslu-hreppurinn í sömu sýslu, má áfrýja úrskurði
sýslumanns; en sje framfærsluhreppurinn í annari sýslu,
og samþykki sýslumaðurinn þar úrskurð hins, þá eru þar
með endileg úrslit þess máls fengin, sjá 3. gr. í fátækra-
reglugjörðinni, en sje hann því ósamþykkur, má áfrýja úr-
skurðinum. Aðalskilyrðin fyrir því, að fátækrastyrkur sje
löglega veittur utanhreppsmönnum eru þessi: 1. Að styrks-
ins hafi verið heiðst, 2. að skoðun hafi farið fram hjá
þurfalingi og 3. að styrkveitingin hafi tafarlaust verið til-
kynnt framfærsluhreppnum.
]>að kemur alla jafna fyrir, að framfærsluhreppurinn
óskar eptir því, að styrkþeginn sje fluttur á sína sveit,
af því að hann á liægra með að fram færa þurfaling lijá
sjer, heldur en þurfa að borga með honum annars staðar.
I>(‘gar svo stendurá, verður nefndin í dvalarhreppnum að
snúa sjer til sýslumanns síns, hvortsem málið um hrepps-
helgina hefur gengið til hans, sem vanalegt er, eða
ekki, og hvort sem styrks tilkynningin hefur gengið til
lians eða eigi, sem er algengara, og gefur liann þá út
vegabrjef og segir fyrir, hvernig flutningnum skuli haga
samkvæmt tilsk, 13. apríl 1868. — það segir sig sjálft,
að hreppurinn er skyldur að kosta útför þurfalinga, og
hana sómasamlega, en eigi er nein ákveðin upphæð til
tekin í lögum, sem til þess eigi að ganga; hæfilegur út-