Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 105
Fjenaðartiimd.
105
muni, sem beinlínis voru nefnrlir í reglugjörðinní, og við
]iað hvarf alveg að tíunda dauða muni nema báta, lóðir,
jiorskanet og peninga'). Magnús Stephensen sagði í
»Handbók fyrir hvern mann« (Leirárg. 1812, bls. 61), að
ekki skyhli krefja tíundar af ávaxtarlausum aurum og
»varla, þó í þessari reglugjörð tiltekið sje, af peningum,
sem ávaxtalausir standa.« Aptur á mótihjelt hann fram,
að tíund skyldi gjalda af peningum, er vexti gefa, en því
mun ekki liafa verið sinnt^að minnsta kosti þekki jeg
ekkert dæmi til, að peningar á vöxtum haíi verið tíund-
aðir á árunum fyrir 1878.
Keglugjörðin stóð í gildi, þangað til lög 12. júlí 187S
um lausafjártíund komust í gildi hjer á landi.
Með þessum lögum má segja, að fullkomlega liafí
komist á, að leggja tíundina eingöngu á arðberandi fje og
miða hana við arð þeirra; hafði hugmyndin um þetta því
verið liðug 300 ár á leiðinni, frá því að hún komst inn
í lögog rjett, en tæp 600 ár, síðan Loðinn leppur brígsl-
aði um það á alþingi, að íslendingar gerðu tíund af »kopp-
um ok keröldum ok öðru dauðu fje,« og ef Loðínn hefði
verið á alþingi 1877, þá hefði lionum víst líkað betur við
menn að þessu leyti, heldur en á alþingi 1281.
Lög 12. júlí 1878 ákveða svo í 2. gr.:
»Fjenaður skal lagður í tíund, sem lijer segir:
1 kýr leigufær.......................... . . 1 hundrað.
2 kýr eða 2 kvígur mylkar, sem eigi eru leigu-
færar ........................................1----------
1) Sjá B. Thorsteinsson, Offeutl. Afgifter. Kh. 1819. bls. 44.
Balldór Einarsson, Yærdie-Beregning. Kh. 1833. bls. 90.
Alþ.tíð. 1877. II. bls. 33.