Lögfræðingur - 01.01.1897, Qupperneq 107
Fjenaðartíund.
107
mann Berg Thorberg og alþingismann Jón Sigurðsson á
Gautlöndum, þar sem talað er um innstæðukúgildi í leigu-
færu standi ^).
Ennfremur sýna Búalög, að þetta er hin rjetta merk-
ing orðsins, sjá þannig 11. kap., þar sem talað er um
leigufæra kú að forngildu, og í Eeglum Búalaga 7. gr.»
þar sem talað er um leigufæra kú að forngildu og hver
sje »nú haldin leigufær1 2). Að lokum má nefna lög 12.
jan. 1884, sem taka af allan efaum það, hverer hinrjetta
þýðing orðsins leigufær. í 15.gr. laga þessara segirsvo:
"Ábyrgjast skal leiguliði innstæðukúgildi jarðar sinnar, að
ávállt sjeu til og leigufær.« Hjer getur ekki verið um
neina aðra merking að tala, en að leigufær þýði lögleigu-
fær. Leigufær kýr er því sú kýr, sem er fullgild og því
má leigja fullri leigu.
En svo þarf að rannsaka, hverjar kýr sjeu lögleigu-
færar. |>egar kýr eru byggðar á leigu, þá fer þetta nokk-
uð eptir samkomulagi, eins fer það eptir mati úttektar-
manna, hvor innstæðukúgildi skulu teljast leigufær. En
þetta mat á ekki að vera gjörræðisfullt, og því er nauð-
synlegt, að fá sem best rannsakað, hver einkenni eðakosti
sú kýr á að hafa, sem er fullgild til lögleigu, og þeim
mun nauðsynlegra er þetta, þegar telja skal kýr fram til
tíundar, þar sem eigandinn sjálfur metur kúna með leið-
beiningu hreppstjóra.
í Jónshók segir svo í kaupabálki 18. kap. um þá kú,
er eigi er leiguskerð: »sú skal eigi eldri vera en 8 vetra,
1) Frumv. til landbúnaðarlaga. Rvík. 1877. 75. og 99. gr. bls.
22 og 28.
!2) Búalög. Hrappsey. 1775. bls. 26 og 113—114.