Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 108
108
Páll Briem.
©g eigi yngri en at öðrum kálfi, heil og heilspenut, og
liafi kelft um vetnrinn eptir Pálsmessu, ok slík at öðru
sern fyrr segir.« Er þar átt við ákvæðin í kaupabálki 6.
kap., þar sem segir: »kýr 8 vetra gömul ok eigi yngri
en at öðrum kálfi, lieil og heilspenut, ok liafi kelft um
veturinn eptir Pálsmessu, eigi verri en meðalkýr, hérað-
ræk at fardögum.« petta eru ákvæði Jónsbókar um þá
kú, sem eigi er leigu skerð, sem er löggild eða leigufær,
©g viljum vjer nú rannsaka hvert atriði fyrir sig.
Fyrst er aldurinn. pað er skýlaust, að kýrin á
eigi að vera eldri en 8 vetra. ]ní segir í Búalögum 0.
kap., að kýr 9 vetra skuli uppbætast 3 áln., 10 vetra 6
álnum og svo eyri (6 álnum) árlega. Aptur á móti er
meiri vafi á um það, hversu ung kýrin má vera. í Jóns-
bók segir, að hún skuli eigi yngri vera en að öðrum kálfi.
petta er tekið úr norskum lögum, og er upprunalega
komið frá Gulaþingslögum hinum fornu (43 kap.). En
þetta átti ekki við á íslandi, því að eptir iiinum fornu
lögum átti löggild kýr að vera þriggja vetra ‘).
Kýr að öðrum kálfi hefur vafalaust átt að vera kýr,
er liefði átt einn kálf og gengi með annan, eins og dag'-
legt mál er nú- En þetta hefur eigi komist á, og því hafa
þessi orð »að öðrum kálfi« verið skýrð svo í Búalögum 1.
kap. að þau væri sama sem: •>hafi borið 2 kálfa,« og svo
hafa menn sett þ>á vitleysu inn í Jónsbókarútgáfuna 1709
og Akureyrarútgáfuna 1858, kaupab. 6. kap., um kúna:
»eigi yngri en at- öðrum vetri ok hafi borit 2 kálfa»1 2),
1) Grágás Ib. bls. 193. Fornbrjefasafn. I. bls. 165.
2) Sbr. orð Olafs Stephensens: „Kyígur eiga eigi að kelfast
fyrr en vel komnar á 3. ár, ef eigi eiga að missa vöxt og
vænleik" (Lærd lista fjel. rit, Umnot af nautpeningi, bls. 44).