Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 109
Fjonaðartíund.
ÍOO
sem fellir sig sjálft, því enginn segir á vorin, að kýr sje
að öðrum vétri, og engin kvr veturgömul liefir átt kálf
tvisvar sinnum, enda liefir orðunum eigi verið breytt í
kaupub. 18. kap.
þ>að kemur því ekki undir því, að kýrin liafi átt 2
kálfa, og eptir lögum er það nóg, að kýrin liafi átt einn
kálf. En liins vegar verður að gæta þess, að í Jónsbók
er sagt, að þetta eigi að vera kýr, og verður það að skoð-
ast í mótsetning við kvígu, Kýr eru kallaðar eiaungis
þær, sem eru þriggja vetra. J>að getur verið rjett að
segja þriggja vetra kvíga, sbr. Búaiög 2. kap., en það er
eigi rjett að segja tvævetur kýr, heldur á að segja tvæ-
vetur kvíga, eins og sjá má af Grágás (Ib. bls. 193) og
af Búalögum 1. kap. og reglum Búalaga 7. gr., enda er
þetta málvenja enn þann dag í dag1). Tvævetrar kvíg-
ur eru að eins byggðar til fóðurs eða liálfrar lögleigu þá
best er, eptir venju manna á meðal (sbr. rgl. Búal. 7. gr.).
Leigufær kýr er því eigi yngri en þriggja vetra, þó
svo að hún hafi átt einn kálf og gangi með annan. Fyrir
því er í Búalögum 2. kap. talað um þrevetrar kvígur. í
landbúnaðarlaga frumvarpi þeirra B. Th. og J. S. var á-
kveðið í 99. gr., að kýr leigufær skyldi vera 3 til Svetra,
og kemur það heim við hin eldri lög, nema hvað þau
eru enn nákvæmari, þar sem einnig er ákveðið, að kýrin
skuli vera að öðrum kálfi.
I>ví næst er að ræða um burð kýrinnar. Er þá
fyrst að geta þess, að kýrin má ekki kálfiaus vera, í Grá-
gás (Ib. bls. 193) var beinlínis tiltekið, að kýrin skyldi
vera kálfbær (með kálfi), og ennfremur var það ákveðið,
1) Sbr. Alþ. tíð. 1877. II. bls. 38.