Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 110
110
Pál! Briem.
að geldmjolk kýr væri leigu (2 aur. eða 12 áln.) verri en
kýr, og er þetta einnig ákveðið í Jónsbók um geldmjólka kú
(kaupab. 6. kap.), og samkvæmt þessu er tekið fram í Búa-
lögum, 6. kap., að fyrir kálffang skuli greiðast 12 áln.
Eins ogáðurer sagt, stendur í Jónsbók, að löggild kýr skulí
hafa nkelft um veturinn eptir Pálsmessu.« Um þetta hef-
ur Páll Vídalín skrifað nákvæmlega1) oghefur hannrjetti-
lega tekið fram, að orðið nkelft« væri sama sem »átt kálf,«
og er því með orðum Jónsbókar ákveðið, að kýrin skuli
hafa átt kálf eptir Pálsmessu (25. jan.) um veturinn. Ef
burðartími kýrinnar er þannig, þá er fengjutími hennar
í fyrsta lagi 16. febr., og ef víst á að vera, að hún sje
kálfbær í fardögum, í síðasta lagi 10. maí. Verður þá
burðartíroi kýrinnar aldrei fyr en 16. nóv. og ekki síðar
en 10. febr., og segir Páll Vídalín,. að þetta láti nærri
venju, því að sú kýr sje löggild kölluð, sem borið hafi frá
jólaföstu byrjun til miðgóu. En þótt Páll Vídalín segi
svo, þá er samt næsta ólíklegt, að snemmbærar kýr hafi
nokkurn tíma verið ólöggildar hjer á landi. Að minnsta
kosti eru þær nú í mestu gildi, og eptir ákvæðum Grá-
gásar, er áður hafa verið nefnd, átti kýrin að eins að vera
kálfbær í fardögum og mjólka kálfsmála (nægilega gjöf
fyrir kálf). Hafa snemmbærar kýr eptir því ekki verið
í fornöld feldar til leigu.
Akvæði Jónsbókar um burðartímann eru ekki inn-
lend. Upprunalega eru þau runnin frá Gulaþingslögum
fornu, en þar stóð að eins, að kýrin skyldi hafa átt kálf
um veturinn (43. kap.), og þessi ákvæði voru tekin upp í
Járnsíðu (122. kap.). En svo var þeim breytt í lands-
2) Fornyrði. bb. 297—299.