Lögfræðingur - 01.01.1897, Síða 111
I’jenaðartíuncL
111
lögum Magnúsar Lagabætis (VIII. 1G) þannig, að kýrin
skyldi hafa 'átt kálf eptir Pálsmessu, og þetta var svo
tckið óbreytt upp í Jónsbók. En eins og jeg hefi tekið
fram, voru hín eldri lög hjer á landi ólík, og því er lík-
indi til þess, að burður löggildra kúa hafi aldrei verið
miðaður við Pálsmessu; að minnsta kosti sögðu lögmenn
svo 1693, að gild hundraðskýr væri meðal annars sú, er
ætti að bera einhvern tíma á vetri *), enda má þetta til
sanns vegar færast, því að til þess að kýr verði að þessu
leyti talin löggild er nægilegt, að hún hafi annaðhvort átt
kálf um veturinn eptir Pálsmessu eða haft annan burðar-
tíma, sem eigi sje lakari.
Um hold kýrinnar er ekki sagt neitt beinlínis, en
Jónsbók hefur góðan mælikvarða um þau, þar sem segir,
að kýrin skuli vera hjeraðræk í fardögum, þetta er tek-
ið úr Grágás (Ib. bls. 193). Kýrin verður að hafa þau
hold, að þeirra vegna megi að skaðlausu reka hana eptir
hjeraði, petta sýnir og að kýrin má eigi vera fótaveik,
enda segir Jónsbók, að hún eigi að vera heil og heilspen-
uð, og má hún því eigi hafa neina veiki.
Loks segir í Jónsbók, að kýrin skuli eigi vera verri
en meðalkýr, og bæta Búalög við »að v ex t i og ny t.« Um
vöxtinn er eigi mikið að segja, því að hann kemur lítið
til greina. Lögmenn sögðu 1693, að löggild kýr skyldi
eigi vera minni en 7 kvartil á herðakambinn1 2) og má
líklega til sanns vegar færa, að minni kýr hafi valla náð
fullum þroska.
par sem kýrin eigi má vera verri en meðalkýr, má
1) Atli, 14. kap.
2) Atli, 14. kap.