Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 113
Fjenaðartmnd.
113
galla, svo sem með vöxt eða aldur og jafnvel fleiri
galla.
Samkvæmt þessu skal því tíunda þá kú 1 hundr-
að, sem er í fardögum 3 — 8 vetra, þó svo að
hún hafí átt kálf um veturinn eptir Pálsmessu
eða haft annan burðartíma, er eigi sje lakari,
að hún sje kálfbær (með kálfi) og í svo góðum
holdum, að hún sje hjeraðræk í fardögum, eigi
minni en 7 kvartil að hæð á herðakamb, heil-
spenuð, heilbrygð, gallalaus, komist í meðal
kýrnytogsje í heild sinni eigi verri en meðal-
kýr, að því viðbættu, að sú kýr, sem kemst í fullar 15
merkur og yfir það, er metfje, og bætir upp aðra galla
að tiltölu við nythæð sína.
Allar kýr, sem eigi eru leigufærar, á að tíunda hálft
hundrað. En svo verður að greina kvígur frá kúm, því
að kvígur eru tíundaðar nokkuð á annan hátt, en kýr.
Eins og áður er sagt, eru það kýr, sem eru þriggja vetra,
og hafa átt kálf, en kvígur yngrí. K v í g u r eru tíundaðar
€0 eða 40 álnir eptir því, hvort þær eru geldar eða mylk-
ar, og fer þetta eptir því, hvort þær mjólka eða eigi'), og
tímabilið, sem um er að ræða, eru fardagarnir. Ef kvíga
mjólkar í fardögum, þá á að tíunda liana 60 álnir, og
gildir þetta, hversu ung sem hún er, ]>ó að hún hafi kelfst
í kálfagarði. En ef hún aptur á móti eigi mjólkar, þó að
hún hafi átt kálf áður, þá er hún geld. ]>að er alls eigi
rjett, að hjer eigí að miða við allt árið, þannig að kvígan
œtti því að eins að teijast geld, að hún hefði staðið geld
allt árið2), heldur verður með þetta eins og annað, að
1) Sbr. Alþ. tíð. 1877. II. bls. 68—69.
2; Alþ. tíð. 1877. II. bls. 52.
Lögfræðingur I. 1897. 8