Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 114
114
Páll Briem.
miða við ástandið í fardögum. En svo verður að athuga,
hvern aldur geld kvíga þarf að hafa til að vera tíundar-
bær. í lögunum stendur: ngeldneyti tvævetur eða geldar
kvígur.n J>að er því ekki sagt, hver aldur á að vera á
kvígunum. I liinu upprunalega frumvarpi, er borið var
fram á alþingi, stóð geldkvígur 1 árs gamlar eða eldri.
Nefndin vildi að eins að geldar kvígur tvævetrar væru lagð-
ar í tíund1), og lagði til að orðunum væri breytt.
Eptir sambandinu er eðlilegast að álíta, að geldar
kvígur eigi að hafa sama aldur (o: tvo vetur), sem geld-
neytin, eins og tilætlun nefndarinnar var.
þ>að þarf ekki að eyða orðum að því, að undir geld-
neyti tvævetur, sem lögin nefna, heyra tvævetrir griðung-
ar, sem og að tvævetrir uxar og eldri verða teljast sem
naut eldri en tvævetur.
Samkvæmt þessu eru geldneyti og geldar kvígur vngri
en tvævetur undan þegin tíund og þá kálfar að sjálfsögðu.
Nú er að segja frá tíund sauðfjárins. í tíundarlög-
unum er ákveðið, að 6 ær með lömbum leigufærar skuli
vera 1 hundrað. í Jónsbók segir svo: »6 ær við kú, 2
tvævetrar og 4 gamlar, ok fæði lömb sín, órotnar, loðnar
ok lembdar at fardögum.u »þ>etta fje skal vera gilt ok í
ullu.« (Kaupab. 6. kap.). þ>ctta er alveg samkvæmt á-
kvæðum í Grágás2).
1 Búalögum segir svo: »6 ær, 2 tvævetrar, hinar ei eldrí
en 6 vetra, 1 hndr. pær sjeu í alullu og fæði lömb, er
þá hver þeirra 20 álnir.« »Hálf fjórtanda alin er ærrosk-
in, ullarlaus með lambi.« »Gömul ærreiknast í fardögum
1) Al|>. tíð. 1877 II. bls. 38.
2) Grg. Ib. bls. 193.