Lögfræðingur - 01.01.1897, Síða 116
116
Páll Briem.
jafnvel hærri leigu (áO pund smjörs) af innstæðukúgildi
eða með öðrum orðum 16 1 2/5 af hundraði‘). í Grágásvar
ákveðið, að leigutaki skyldi skila jafngóðu fje aptur, en
þegar leigan var hækkuð svona afarmikið í Jónsbók af
málnytukúgildinu, jiá var á liinn hóginn lögð töluverð á-
byrgð á leigusala, og meðal annars átti liann að yngja
kúna eða ærnar upp -). En eins og sjest á athugasemd-
inni í Búalögum, þá vildu landsdrottnar koma þessari skyldu
af sjer 3).
pessari ábyrgð má eigi blanda saman við spurning-
una um leigufærð búfjár, því að þó að það yrði álitið að
ásauðarkúgildi væri svo gott, að það bætti sig sjálft upp,
og að leigusali því skyldi vera laus við að bæta upp kú-
gildin, eptir því sem árin líða, þá leiðir eigi af því, að
ær manna eigi upp og ofan að teljast leigufærar.
Samt sem áður hlýtur þetta að hafa ruglast fyrir mönn-
um, þegar tíundarlögin voru rædd á alþingi 1877, því að
það er auðsjeð að ýmsir liafa ímyndað sjer, að ær með
lömbum væru upp og ofan allar leigufærar. þessi skoðun,
sem hefur komið jafnvel síðar fram, nær engri átt.
Ær eru því að eins leigufærar, að þær sjeu gildar
sem lögeyrir eptir Jónsbók. 6 ær verða að vera fullkomið
1) Jónsbók. Kaupab. 15. kap.
2) Jónsbók. Kaupab. 16. kap.
3) Um |)c:tta urðu endalausar deilur, þegar kúgildin fjellu i fjár-
kláðanum fyrri, en nú er þetta orðið lögákveðið, þannig að
ábyrgðin er öll lögð á leiguliða (lög 12. jau. 1884, 15. gr.);
jarðeigandi getur því eigi að eins tekið hinaháuvöxtu af fjo
sínu, heldur einnig losaðist hann við þá ábyrgð, er hann átti
að hafa eptir Jónsbók. Annars þyrfti að raimsaka löggjöf-
ina um ábyrgð á leigu málnytufjár, því að menn eru næsta:
ófróðir í því efni.