Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 117
Fjenaðartiund.
117
kúgildi, til þess að vera leigufærar, eins og sjestá orð-
um Jónsbókar, að enginn skuli selja »málnytukúgildi« á
hærri leigu en 2 íjórðunga smjörs ‘), sem kemur alveg
heim við Grágás; enginn mátti eptir henni meta búfje, er
hann leigði, hærra en »at lögum.«
Fyrst er þá að athuga aldurinn. 1 Jónsbók segir,
að í ærkúgildinu eigi 2 ær að vera tvævetrar og 4 gamlar.
I'að er því engin ær leigufær, nema því að eins að hún
sje tvævetur; veturgömul ær er gemlingur, þótt með lambi
sje. 4 ærnar eiga að vera gamlar. Enn jafnframt eiga
ærnar að vera gildar ær. pað getur því eigi verið rjett
að telja gamalá leigufæra, því að enginn mun telja hana
gilda á, og sjest af því, að það rerður að setja einhver
takmörk fyrir aldrinum. Úr því ærin er orðin 7 vetra,
fer hún að fella af og getur eigi gihl heitiö. j og þess vegna
er það rjett, eins og stendur í Búalögum 3. kap., að 6 ær,
sem eigi að gjöra eitt hundrað á landsvísu, skuli vera
þannig, að 2 ær sjeu tvævetrar en 4 eigi eldri en 6 vetra.
Aldurinn á leigufærum ám á því að vera 2—6 vetra,
þó svo að eigi sje meir en þriðjungur þeirra tvævetur.
Ærin á að vera lembd, en það þýðir eigi, að hún
sje lambfull, heldur að hún hafi með sjer lamb.
Bæði er þetta merking orðsins að fornu, og enn þann
dag í dag er sagt, þegar talað er um ær á stekk, er
þær liafa náð í lamb sitt, að þær sjeu búnar að lemba
sig. í Búalögum eða Jónsbók er hvergi ákveðið, hvað
lambið eigi að vera gamalt í fardögum, en eptir gamalli
venju á það að vera þriggja nátta föstudag í fardögum,
og mun það rjett vera1 2).
1) Jónsbók Katipab. 15. kap.
-) Sbr. Frv. t. landbúnaðarlaga. Rvík. 1877, 99. gr. bls. 28.