Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 118
118
Páll Briem.
Ærnar eiga að vera í ullu og fæða lamb sitt, sýnir
það bæði við hvað mjólk og jafnvel hold þeirra eiga að
miðast, en auk þess segir, að ærnar eigi að vera gildar,
sýnir það, að hjer gildir líkt og um kúna, að ærnar eiga
að vera heilbrigðar og gallalausar, og eigi verri til afnota
en meðalær.
þ>að er því auðsætt, að ær með veikindi t. a. m. kláða
eru eigi leigufærar.
í tíundarlögunum 12. júlí 1878 eru að eins nefndar
lambsgotur og geldar ær. Lambsgotur eru þær ær, sem
hafa verið lambfullar, en annaðhvort fætt dautt lamb eða
misst undan sjer, og sem eru lamblausar í fardögum. Fyrir
því er ærin lambsgota, þó að mjólkinni liafi verið haldið
við í lienni, með því að láta lamb, sem gengur undir
annari á, sjúga hana. En ef aptur á móti hefur verið
tekið lamb, er hefur misst móður sína, eða tvílembingur
undan annari á og vanið undir lambsgotuna, þá er hún
eigi lengur lambsgota, heldur leigufær ær með lambi, sem
á að vera í fullri tíund. 15 lambsgotur eru 1 lindr.
Geldar ær eru þær ær, sem ekki liafa orðið lamb-
fullar um veturinn, og eins þær, sem eru lambfullar en <5-
bornar í fardögum. |>að er heimildarlaust, að telja slíkar
ær lambsgotur, en alveg málrjett að kalla þær geldar.
I>að mun eigi opt koma fyrir, að slíkar ær sjeu farnar að
mjólka fyrir burð í fardögum, en ef þær eru það, þá verða
þær að heimfærast undir mylkar ær, sem eigi eru leigu-r
færar ífardögum. j>ær eru eiginefndar í tíundarlögunum,
og sama gildir um ær með lömbum, sem eigi eru leigu-
færar í fardögum, hvort sem það er fyrir hor, elli, ullar-
leysi, veikindi, afþví að lamb þeirra sje of ungt o. sv. frv.
Einn þingmaður í neðri deild (Hjálmur Pjetursson)