Lögfræðingur - 01.01.1897, Qupperneq 120
120
Páll Briem.
hryssur, fimm vetra eða eldri, eru eitt hundrað, og sömu-
leiðis eru eitt hundrað 4 tryppi, tveggja til fjögra vetra,
Hjer er eingöngu farið eptir aldrinum, en hvorki eptir leigu-
færð eða fullgildi.
Geitfje er ekki nefnt í lögum 12. júlí 1878 og
heldur ekki sjerstaklega í tilskipun 17. júlí 1782 ; það
er engin lagaskylda, að telja það fram tíl tíundar').
I>ví næst skal minnast á vanhöld og frádrátt þeirra
vegna. í tíundarlögunum 1. gr. segir svo: »En á haust-
hreppaskilum skal telja frá það, sem hefur farist um sum-
arið af því, er fram var talið um vorið.n það má ein-
göngu telja það frá, sem ferst, en alls eigi það, sem hefur
verið slátrað, selt, gefið eða fargað á líkan hátt1 2), og er
að þessu leyti enginn vafi á lögunum. Aptur kemnr vaf-
inn fram um það búfje, sem ekki heimtist af afrjettum,
og það búfje, sem að vísu heimtist, en tapast síðar.
Hreppaskilaþing á hausti á að halda 1. til 20. október,
og þá er einmitt vesti tíminn í þessu efni, þar sem sauð-
fje er á víð og dreif.
f>ar sem engin ákvæði eru um þetta í lögunum, virð-
ist eðlilegast að fara eptir líkum. f>egar fje eigi heimt-
ist af afrjettum, þá eru líkur fyrir því, að fjeð hafi far-
ist, enda mun almennt vera að telja það búfje frá. Ef
fje er heimt af afrjett, virðist einnig nauðsynlegt að fara
eptir líkum, þannig að það fje megi telja frá, sem alls
eigi kemur fyrir hvað eptir annað og ekkert spyrst til.
1) Sjá Stj. tíð. 1891. B. bls. 53.
2) Meðan tíundað yar á haustin, munu menn jafnaðarlega ekki
hafa tiundað þetta búfje, sbr. sögn Bjarna amtmanns Thor-
steinssonar í Alþ. tíð. 1845. Viðb. bls. 27. Sjá nú Stj. tíð.
1897. B. bls. 33—34.