Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 123
Löggjöf um áfengi.
I.
Ú 11 ö n d.
Árið 1895 kora út í Kaupmannahöfn bók með tveim-
ur verðlaunaritgjörðum um veitingalög og drykkjubölið
(Beværtningslovgivningen og Drikkeondet. To Prisafhand-
linger af Adolph Jensen og S, Urdahl. Kjöbenhavn 1895).
Bók jiessi er fróðleg; eptir lienni og nokkrum öðrum
bókum skal skýra hjer frá löggjöf ýmsra landa um vín-
veitingar og ráðstafanir gegn ofdrykkju. Eptir aðalstefn-
unni má greina þær sundur:
1. Ríkisbann (Statsprohibition). Ríkisbann á sjer
stað í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna. Í ríkjunum Maine,
New Hampshire, Vermont, Jowa, Kansas, North Dakota og
South Dakota er algjörlega bannað að selja áfengi eða
gjöra nokkrar ráðstafanir, sem miða til slíkrar sölu, svo
og að búa til áfengi. í flestum ríkjanna er leyft að flytja
inn áfengi, ef viðtakandi ætlar það til eigin notkunar,
svo er og frjálst að hafa áfengi til lækninga. IJar sem
embættismenn og almenningur eru eindregið með banninu,
þar hefur þetta verið hið mesta band á allri áfengisnautn.
En sumstaðar hafa bannlögin að eins verið tómt nafnið,
og bannið haft í för með sjer meinsæri og brennivínsholur,
þar sem selt hefur verið í pukri, og siðspillingu, og hefur
drykkjusemi jafnvel aukist.
2. Hjeraðabann (Local option) á sjer staðíNorður-