Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 124
524
Loggjöf um áfengit
Ámeríku, Svíaríki, Norvegi og Finnlandi. Hjeraðabann
ótti sjer fyrst stað í ríkinu New York 1845; er því venju-
lega þannig fyrirkomið í Ameríku, að menn í heilu
lrjeraði eða einum bæ eða sveit hafa rjett til að ákveða,
hvort leyft skuli vera að selja eða veita áfengi í hjeraðinu,
bænum eða sveitinni, Jafnaðarlega nægir ekki einfaldur
meiri hluti, heldttr þarftil þess aukinn meiri hluti. |>etta
á sjer stað í mörgum ríkjum Bandaríkjanna og á ýmsum
stöðum í Canada. í ríkjunum New York og Nebraska er
sjerstök nefnd manna kosin til þess að kveða á um,
hvort sala og veitingar skuli leyfð. í Kaliforníu er þetta
komið undir ákvæðum sveita- eða bæjastjórna.
í Norvegi hafa verið sett ný lög 24. júlí 1894) um
veitingar og sölu brennivíns, en brennivín er hver sá á-
fengur drykkur, sem brennivín er í, eða vín með meiri
styrkleika en 21%.
Sala til hvers sem vill á brennivíni, sem er 250 pott-
ar eða meira, er að eins leyfð bruggurum og kaup-
mönnum, er höfðu verslunarleyfi, áður en lögin fengu gildi.
Seljendur eiga að greiða fyrir söluna gjald að minnsta
kosti 1000 kr. á ári. þessa 250 potta skal afhenda í
einu til eins kaupanda, og er óleyfilegt að neyta nokkurs
af því á staðnum. Leyfi til að veita brennivín og selja
það undir 250 pottum er mismunandi í bæjunum og sveit-
unum. í bæjunum má einungis veita slíkt leyfi brenni-
vínssamlögunum, sem að eins mega taka 5 af hundraði
í ágóða; allur annar ágóði af sölunni rennur til ríkisins,
bæjarfjelagsins, til bindindisfjelaga o. sv. frv. Ef helm-
ingur allra bæjarbúa, karla og kvenna, sem eru 25 ára að
aldri, greiða atkvæði móti samlaginu, fær það ekkert veit-
ingaleyfi, og eru þá allar veitingar og sala undir 250