Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 125
Löggjöf um áfengi.
125
pottum ólögleg í þeim bæ. Yeitingabaunið gildir um 5
ár að minnsta kosti.
í sveitum má að eins leyfa dkveðnum mönnum veit-
ingar og sölu á brennivíni undir 250 pottum, ef hjeraðs-
stjórnin (sveitarstjórnin) mælir með, og skal ákveða ár-
legt gjald fyrir, sem rennur til sveitarinnar og ríkisins,
Á gufuskipum má að eins veita brennivín eptir kon-
unglegu leyfisbrjefi, og alls eigi öðrum en farþegum og
skipsmönnum, í flestum sveitum í Norvegi var jafnvel
eptir lúnum eldri lögum búið, áður en þessi lög komu
út, að útiloka veitingar á brennivíni. En menn gátu í
sameiningu keypt sjer 40 potta, og á þann hátt dregið úr
þýðingu laganna, en nú er þetta bannað, Um veitingar
á öli, víni o. sv. frv. gilda að sumu leyti líkar takmark-
anir samkvæmt lögum 18, júní 1884 sem um veitingar á
brennivíni, En sala á víni, öli o. sv. frv, er litlum tak-
mörkum háð, og erljelegt vín því drukkið allmjög í Nor-
vegi, og fer það vaxandi.
í S v í a r í k i eru lögin að ýmsu leyti lík lögunum í
Norvegi. í Svíaríki er aðalreglan sú, að ekki er leyfilegt
að seija eða veita áfenga drykki minna en 250 potta,
nema maður liafi annaðhvort rjett til þess frá eldri tímum,
og tala þeirra manna fækkar ár frá ári, eða bæjarstjórn
eða sveitarstjórn hafi leyft slíkt. Leyfið gildir um 3 ár (lög
15. jan. 1855, 29. maí 1885 og 31. des. 1891). í Svía-
ríki er tíðkanlegt hið svo nefnda Gautaborgarlag, sem síð-
ar mun verða minnst á. Um sölu á víni og öli gilda að
sumu leyti nokkuð mismunandi ákvæði.
Á Finnlandi voru sett nákvæm lög 9. júní 1892
um tilbúning, sölu og veitingar á brennivíni. Til þess að
búa til brennivín, þarf jafnan leyfi, og fylgir með því