Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 126
126
Loggjöf um áfengi.
rjettur til að selja 50 potta af bestu tegund 0g 400 potta
af lakari tegundum í einu.
Til pess að selja 400 potta af brennivíni og yflr það
þarf sjerstakt leyfi.
Til þess að selja 400—2 potta og til að veita brenni-
vín til neyslu á staðnum þarf leyfi, sem að eins gildir um
2 ár, og er það komið undir samþykki bæjarstjórnar eða
sveitarstjórnar. Slíkt leyfi má eigi veita nema í bæjunum,
eða þar sem eru baðstaðir eða gistiliús ferðamanna. Versl-
unarmenn mega eigi gefa kaupendum sínum brennivín;
brennivín verður að borgast út í hönd. Veitingamenn
eða kaupmenn mega ekki lána það, gefa það til neyslu á
staðnum, láta það af bendi í skiptum eða selja það mót
veði. Tveir menn eða fleiri mega ekki kaupa brennivín í
fjelagi til þess, að skipta því á milli sín. Um sölu og
veitingar á öli gilda að ýmsu leyti líkar reglur.
Hjeraðabannið hefur þá ókosti, að þegar það er á-
kveðið í einu hjeraði, þá leita drykkjumennirnir í næsta
hjerað; ennfremur gildir líkt um það og ríkjabannið, að,
ef almenningur er eindregið móti áfengisnautn, þá getur
aflt gengið vel, en annars ekki. Fyrir því hefur hjeraða-
bannið eigi reynst eins vel í bæjunum Og í sveitunum, og
er það af því, að í bæjunum er fremur misjafn sauður í
mörgu fje, Víða hefur hjeraðabannið haft góðar afleið-
ingar. f>egar menn verða með nokkru millibili að greiða
atkvæði um málið, þá verða menn að taka það til íhug-
unar, gömlu drykkjumennirnir deyja smátt og smátt, og
ný kynslóð vex upp, sem hefur fremur óbeit á ofdrykkjunni.
3. Hár skattur (High License). Árið 1881 voru sett
þau lög í ríkinu Nebraska, að gjalda skyldi árlega fvrir
veitingaleyfi í bæjum með yfir 10 þús. íbúa minnst 1000