Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 128
128
Löggjöf vim áfeugi,
Ijetu sjer eigi eins umhugað um, að takmarka nautn á-
fengra drykkja; hafa tillögur komið fram um, að mest-
ur hluti ágóðans skyldi greiðast í ríkissjóð. Með norsku
lögunum 24. júlí 1894 hefur þanníg verið ákveðið, að
bæjar- eða sveitarfjel&gið skyldi að eins fá af ágóðanum
15°/0, ríkið 65% og 20°/0 skyldu ganga til bindindisfje-
laga og ýmsra annara stofnana og fjelaga. í sambandi
við þetta má nefna, að á Svisslandi hefurríkið síðan 1887
tekið að sjer eígi allar brennivínsveitingar, heldur inn-
flutnings brennívíns, hreinsun þess og stórverslun með það.
í mörgum löndum er mikið um það talað, að ríkin taki
sjer á líkan hátt einkarjett yfir brennivíninu (Falbe Hansen,
Finansvidenskab. II, bls, 119—124),
5. A ð r a r r á ð s t a f a n i r eru einnig gjörðar til þess
aðhindra ofdrykkju, með því að takmarka fjölda veitinga-
húsa, með því að banna að veitingahús sjeu opin nema
tiltekna tíma, og með því að neita öðrum um veitingaleyfi
en vönduðum mönnum. þ>á má einnignefna toll á áfengum
drykkjum, því að þótt þeir sjeu einkum lagðir á til þess að
fá tekjur, þá hafa þeir þó stuðlað til þess, að hindra ofdrykhj-
una með því, að það hefur orðið dýrara að drekka í óhófl,
Ef miðað er við hreinan vínanda (100%), þáerskatt-
ur á hverjum potti brennivíns þannig í ýmsum löndum:
England, Skotland og Svíaríki . . , - 0,97.
írland , . , kr, 3, 38. Belgía , . kr. 0,90,
Norvegur . , — 1,84, þýskaland . . — 0,78.
Holland , . . - 1,75, Austurríki og Ung-
Bandaríkin . , — 1,72, verjaland , . — 0,68.
Bússland . . — 1,53, Spánn , , a. 41-46.
Frakkland . , — 1,09, Eúmenía . . — 0,34.
Ítalía .... — 0,98, Danmörk . . — 0,18.