Lögfræðingur - 01.01.1897, Qupperneq 129
Löggjöf um áfengi.
129
Portúgal . . . kr. 0,08. ísland!) . . . kr. 0,60.
6. Refsingar. Á Englandi eru ströng lög frá
1872 um veitingamenn. Ef þeir veita unglingum allt að
16 ára áfenga drykki, varðar það 18—36 kr. sektum, og
ef þeir veita drukknum mönnum áfenga drykki, varðar það
allt að 360 króna sektum. í báðum tilfellum missa þeir
rjett til veitinga, ef þeir brjóta þrisvar sinnum. Ef menn
liittast drukknir á alfaravegi, alfarastöðum eða veitinga-
húsum, varðar það sektum allt að 36 kr., og ef menn
sýna af sjer óskunda, þá geta sektirnar farið upp í 90 kr.
og jafnvel mánaðar fangelsi með eða án begningarvinnu
(Every man’s own lawyer. London. 1896, bls. 561—564).
Á F ra k k 1 an d i eru lík lög. Ef maður hittist drukk-
inn á alfaravegi, stræti, torgi, veitingahúsi eða öðrum al-
manna stöðum, þá skal setja hann í fangelsi og halda
honum þar, þangað til runnið er af honum; svo skal hann
og sæta sektum allt að 216 kr. eða allt að eins mánaðar
fangelsi. Sá, sem tvisvar hefur fengið liærri eða hæstu
hegningu, skalþar að auki missa kosningarrjett sinn, rjett
til að sitja í kviðdómum eða hafa önnur borgaraleg trún-
aðarstörf á hendi, og rjett til að bera vopn. Líkri hegn-
ingu sæta veitingamenn, er veita vín unglingum innan
16 ára aldurs eða drukknum mönnum.
I Austurríki og á Ungverjalandi gilda lögum
þetta efni, er sett voru 1877. Sá, sem er sýnilega drukk-
1) A Islandi er í raun rjettri hærri tollur á brcnnivíni, |iví að
á brennivíni og vínanda með 8° styrkleika eða minna
er bann30 aura, yfir 8° og allt að 12° stvrkleika 45 aura,
og yfir 12= styrkleika 00 aura (lög 7. nóv. 1879). Sjá einuig
Falbe Hansen, Finansvidenskab. II. bls. 123—124 um upp-
hæð brennivínsskattsins.
Lögfræðingur I. 1897.
9