Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 130
130
Löggjöf um áfengi.
inn í veitingahúsum, á strætum eða Öðrum almanna stöð-
um, svo að það vekur almennt hneyksli, svo og sá, sem
viljandi setur drukkinn mann á slíka staði, sætir sektum
allt að 90 kr. eða mánaðar fangelsi. Sömu hegningu fær
sá veitingamaður, sem veitir drukknum mönnum áfenga
drvkki eða óforráðum (ófullveðja) mönnum, sem eigi eru í
fylgi með eldri mönnum. Ef maður sætir hegningu fyrir
ölæði þrisvar sinnum á einu ári, getur lögreglustjórinn
hannað honum að fara í veitingahús, sem eru nálægt
lieimili hans, að við lögðum sektum eða fangelsi. Skuldir
fyrir selda áfenga drykki hafa eigi kröfurjett að lögum.
í pýskalandi gilda þau lög, að sá maður, sem
leggst í ofdrykkju, svo að annaðhvort hann sjálfur eða þeir,
sem hann á að sjá fyrir, jiurfa fátækrastyrk, skal sæta
fangelsi í almennu vinnuhúsi állt að því í 3 mánuði.
Lögreglustjórinn getur bannað veitingamönnum að veita
ofdrykkjumönnum áfenga drykki.
ÍNorvegi er bannað með lögum 24. júlí 1894 að
veita almenningi brennivín við kirkju, á þingum, við upp-
boð eða almennar samkomur. Sá, sem er drukkinn á
þessum stöðum eða á járnbrautum, gufuskipum o. sv. frv,
skal sæta sektum; auk þess má reka hann burt eða flytja
hann burt, og ef hann gjörir nokkurn óróa, má setja
hann í fangelsi, þangað til hann er orðinn ófullur.
II.
í s 1 a n d.
Á íslandi eru aðallögin um áfengi lög 10 febr, 1888
um veiting og sölu áfengra drykkja.
I lögum þessum er ákveðið, að enginn megi selja á-