Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 131
Liiggjof um áfengi.
131
fenga drykki nema kanpmenn, lyfsalar og veitingamenn
(l.gr.), og afþessum mönnum mega engir nema veitinga-
menn selja áfenga drykki í smáskömmtum eða til neyslu
á staðnum (2. gr.),
Yeitingaleyfi er bundið nokkrum takmörkum.
Fyrst og fremst má aldrei veita slíkt leyfi, nema því fylgi
skylda til að liýsa ákveðna tölu ferðamanna og selja ferða-
mönnum nauðsynlegan beina, Leyfið nær að eins til 5
ára í senn.
Um leyfið gilda dálitið mismunandi reglur eptir því,
livort sótt er um leyfið í hreppum eða kaupstöðum með
bæjarstjórn.
í hreppum skal sá, sem vill fá veitingaleyfi, senda
hreppsnefndinni skriflega hæn um það. Hreppsnefndin
skal síðan bera málið undir atkvæði hreppsbúa á hreppa-
skilaþingi, og skal jafnframt setja skilyrði fyrir veitinga-
leyfinu, t. a. m. um það, hve marga ferðamenn skuli
hýsa. Leyfisveitinguna og skilyrðin skal bera upp til at-
kvæða í einu lagi. Til þess að veita leyfið, þarf atkvæði
meiri hluta ekki að eins fundarmanna heldur og allra hrepps-
búa, er atkvæðisrjett eiga í sveitarmálum, og auk þess
samþykki meiri hluta hreppsnefndar og sýsluncfndar og
staðfesting amtmanns. Fyrir leyfið skal gjalda 50 kr.,
er að hálfu renni í sveitarsjóð og að liálfu í sýslusjóð.
í kaupstöðum skalleggja veitingaleyfið fyrir almenn-
an fund bæjarbúa; á fundinum þarf að vera lj% atkvæðis-
bærra bæjarbúa og meiri hluti þeirra að samþykkja leyfið;
svo þarf og samþykki meiri hluta bæjarstjórnarinnar og
staðfesting amtmanns. Fyrir leyfið skal greiða 50 kr. í
bæjarsjóð.
þ>eir, sem veita leyfið, geta sett þau skilyrði, sem