Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 133
Löggjöf um áfengi.
133
að almenningsdómi (opið brjef 29. okt. 1824), getakrafist
þess, að fá borgarabrjef til verslunar samkvæmt lögum 7.
nóv. 1879, 2. gr.; það er því hjer um bil takmarka-
laus aðgangur fyrir menn, t.il að öðlast rjett til vínfanga-
sölu á löggiltum verslunarstöðum, og þar eð þessum
verslunarstöðum íjölgar ár frá ári, þá breiðist þessi versl-
un meir og meir út.
Staupagjafir og önnur ókeypis vínveiting má ekki
fram fara í sölubúðum kaupmanna eða vörugeymsluhúsum.
Ivaupmenn eiga ennfremur að hindra, að menn í húsum
þeirra neyti áfengra drykkja, sem þeir hafa selt. J>essi
lagafyrirmæli eru eigi því til hindrunar, að menn kaupi
vínföng á þriggja pela flösku og neyti þeirra undir búðar-
veggjum, í hýbýlum annara o. sv. frv. þegar það er at-
hugað, hversu auðvelt þetta er og tíðkanlegt einkum í
hinum smærri verslunarstöðum, þá liggur við, að hver
einasta sölubúð megi kallast löggilt veitingahús.
Lyfsalar eru háðir sömu ákvæðum sem kaupmenn;
þeir mega því að eins selja áfenga drykki í smáskömmt-
um, að það sje eptir læknisráði.
Eptir lögum 10. febr. 1888 ætti það að vera óleyfi-
legt, að brytar á strandferðaskipum eða öðrum farþega-
skipum mættu selja nokkurn áfengan drykk á liöfnum
hjer við land. þegar lögin voru sett, mun mönnum ekki
hafa komið þetta til hugar, enda hefur það verið skoðað
sem sjálfsagt, að þessi skip væru undan þegin ákvæðum
laganna. Afleiðingin hefur orðið sú, að á strandferða-
skipunum hefur við gengist töluverður drykkjuskapur, eink-
um á síðari árum.
Hegning fyrir brot gegn þessum lögum eru sektir,
missir verslunarleyfis og missir veitingaleyfis (9. gr.).