Lögfræðingur - 01.01.1897, Qupperneq 134
134
Löggjöf um áfengi.
Ef menn selja áfenga drykki til burtflutnings, án
|)css að hafa rjett til þess, þá varðar það sektum frá
10—100 kr. í fyrsta sinni, og tvöfaldast lægra takmarkið
við ítrekun hverja (í annað sinn 20—100 kr., í þriðja
sinn 40—100 kr. o. sv. frv.). Ef sakberi hefur sveita-
verslunarleyfi, má svipta hann verslunarrjettindum í fyrsta
sinn, en í annað sinn skal liann liafa fyrirgjört Jieim,
hversu sem á stendur.
Ef menn selja áfenga drykki til neyslu á staðnum,
þá varðar það 25—250 kr. sektum í fyrsta sinn, en síð-
an 50—500 kr. sekt. Ef sakberi er kaupmaður, sveita-
verslunarmaður eða lyfsali, má svipta hann rjettindum til
að versla með áfenga drykki, er hann brýtur í fyrsta
sinni, en í annað sinn skal hann missa þessi rjettindi.
Ef veitingamaður selur áfenga drykki, án þess að fullnægja
skilyrðum, sem sett hafa verið fyrir veitingaleyfi lians,
verður að skoða sölu hans eða veitingar eins og hjá þeim,
er enga heimild hafa til þess. Sömu hegningu varðar
það, ef kaupmaður selur áfenga drykki í minna mæli, en
lögin leyfa, eða ef hann lætur fram fara í sölubúð sinni
eða vörugeymsluhúsum staupagjafir eða aðrar ókeypis vín-
veitingar, svo og ef áfengra drykkja er neytt í húsum
hans, án þess að hann gjöri það, sem í lians valdi stend-
ur, til að hindra það. Ef veitingamaður selur eða veitir
unglingi innan 16 ára aldurs áfengan drykk, þá varðar
það 25—100 kr. sekt í fyrsta sinn, í öðru sinni 50—200
kr. sekt. El' sakberi hrýtur optar, þá varðar brotið missi
veitingaleyfis (7. gr.).
I helgidagalögunum er svo ákveðið, að gestgjafar og
aðrir veitingamenn megi alls ekki á sunnudögum eða
nokkrum helgum degi veita neina áfenga drykki, og eru