Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 136
136
Löggjöf nm áfengi.
menn, sem sökum ölæðis hafa í frammi hávaða á almanna-
færi með hrópi, köllum eða á annan hátt, eða sýna af
sjer óskunda, svo sem með höggum eða barsmíð, má setja
í varðhald, ef jieir ekki þegar í stað skipast við munn-
lega áminningu lögregluvaldsins, og skulu þeir sitja í
varðhaldi, þangað til þeir eru orðnir með rjettu ráði (5. gr.).
í lögreglusamþykkt ísafjarðar 21. nóv. 1893 (Stj. tíð.
1893 B. bls. 186) er sleppt ákvæðinu um, að þeir menn
skuli sæta sektum, sem finnast ósjálfbjarga á almannafæri,
heldur er ákveðið, að þeir skuli heptir, þangað til þeir
komatil sjálfs sín aptur. Um þá menn, er hafa hávaða í
frammi sökum ölæðis, eru iík ákvæði sem í Akureyrarsam-
þykktinni (6. gr.). Lögreglusamþykkt Seyðisfjarðar 14.
nóv. 1895 (Stj. tíð. 1895. B. bls. 213) er alveg samkvæm
(6. gr.) lögreglusamþykkt ísafjarðar, og bendir þetta á, að
menn vilji jafnvel eigi skoða óstjórnlegasta drykkjuskap
hegningarverðan.
í lögreglusamþykkt Keykjavíkur er ákveðið, að veit-
ingahúsum skuli loka kl. 11'/2 á kvöldin, og í lögreglu-
samþykktum hinna kaupstaðanna hálftíma fyr (kl. 11).
þegar löggjöf hjer á landi um áfenga drykki er at-
huguð, þá er auðsætt, hversu liún er í molum. Verslun-
arlöggjöfin er þannig, að það er nálega takmarkalaus að-
gangur til að selja áfenga drykki á löggiltum höfnum, og
hverja sölubúð má skoða sem veitingahús fyrir þá, sem
vilja súpa á undir búðarveggnum. Strandferðaskipin eru
fljótandi veitingahús með ströndum fram, og þó að laga-
fyrirmælin um veitingaleyfi sje strangari en í öðrum lönd-
um, þá koma þau alls ekki að til ætluðum notum, bæði
vegna löggjafarinnar að öðru leyti og vegna þess að svo
er um búið, að þótt neitað sje um veitingaleyfi, þá þarf