Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 141
Yfirlit yfir löggjöf í útlöndum.
141
stakar tekjur, til þess að gefa með manni sínum. J>að
er bannað, að láta þurfamenn ganga um og vera sinn tím-
ann á hverjum stað, svo og að hafa undirboð á framfærslu
ómaga og þurfamanna. Innan 5 ára frá þeim tíma, sem
lögin ganga í gildi, á að vera komið upp í hverri sveit
eitt nauðungarvinnuhús fyrir þá menn, er dæmdir eru
fyrir fiæking, beiningar o. fl. I þessi hús má og setja þá
þurfamenn, sem gjöra sig seka í siðleysi, óhlýðni, mótþróa,
ofdrykkju, ófriði, leti o. sv. frv.
þurfamaður, sem ekki hefur notið sveitarstyrks um
5 ár, hefur rjett til að heimta áður þeginn styrk eptir
gefinn, ef hann eigi hefur sætt kæru eða dómi fyrir sví-
virðilegt athæfi, og ef hann hefur eigi efni á að endur-
gjalda sveitarstyrkinn.
J>egar fjölskyldumaður í sveit, er eigi fær sveitarstyrk,
verður húsnæðislaus, þó að hann hafi efni á að borga
venjulega liúsaleigu, þá er sveitarstjórnin, þar sem hann
er, skyld til að útvega honum húsnæði fyrir sanngjarnt
verð.
14) Lög 9. apr. 1891 um ellistyrk ákveða, að sá, sem
er orðinn 60 ára og getur ekki af eigin ramleik sjeð sjer
eða sínum fyrir framfæri eða læknishjálp og aðhjúkrun í
sjúkleik, skuli hafa rjett til að fá ellistyrk með tilteknum
skilyrðum. Ellistyrkurinn er eigi talinn sveitarstyrkur.
Skilyrðin eru þessi: a) að gamalmennið liafi eigi
sætt dómi fyrir svívirðilegt athæfi, er hann eigi hafi feng-
ið uppreist æru sinnar fyrir, b) að þörf hans sje eigi sjálf-
skaparvíti, c) að hann hafi ekki notið sveitarstyrks sein-
ustu 10 árin. Ellistyrkinn eiga að gjalda sveitar- eða
bæjarsjóðir að hálfu og ríkissjóður að hálfu, þó svo að
ríkissjóður eigi greiði nema 2 milj. kr. á ári.