Lögfræðingur - 01.01.1897, Síða 142
142
Yfirlit vfir loggjöf í útlöndum,
15) Lög 9. apr. 1891 um rannsókn á matvælum á-
kveða, að sá, sem á sviksamlegan hátt býr til eða falsar
matvæli eða gjörir skemmd matvæli törkennileg eða liefur
slík matvæli til sölu, án þess að augljóst og skiljanlegt
merki beri vott um dkosti matmælanna, skuli sæta fang-
elsi; þó má hegningin vera sektir, ef' miklar málsbætur
eru, Lögreglustjórnin er skyld til að láta rannsaka mat-
væli, þótt eigi sje grunur um lögbrot.
16) Lög 25. mars 1892 um atvinnu við siglingar. Á
grundvelli þessaralaga hafa verið gjörð ísl. lögin umsama
efni 26. okt. 1893.
17) Lög 30. mars 1892 um sóttvarnir innanlands. ísl.
lögin 31. jan. 1896 um sama efni eru að nokkru leytí
byggð á þessum lögum.
18) Lög 30. mars 1892 um kynbætur hesta á Fær-
eyjum ákveða, að velja skuli á grannastefnu 3 menn til
4 ára til að velja hesta til undaneldis; ef kosning ferst
fyrir, skipar hreppstjóri mennina. Aðra hesta en valda
liesta skal gelda eða hafa í strangri gæslu frá 14. apríl
til 1. september ár hvert.
19) Sjólög 1. apríl 1892. jþessi lög höfðu langan
undirbúning. Árið 1882 voru settar nefndir í Danmörku,
Norvegi og Sviaríki til að semja frumvarp til sjólaga. j>ær
báru sig saman og höfðu samvinnu 1883—1885. Árið
1887 höfðu þær lokið staríi sínu. J>á tóku stjórnirnar og
þingin við. Árangnrinn var sá, að í þessum þremur lönd-
um hafa menn fengið sjólög, sem að mestu leyti eru sam-
hljóða,
Lögin eru þýðingarmikil fyrir sjómenn Og siglingar,
því að það skiptir miklu fyrir skip, að geta haft sem
líkust lög, þegar þau fara milli landa.