Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 143
Yfirlit yfir löggjöl' í útlðndum. 143
20) Lög 1. apr. 1892 um skrásetning sldpa eru lík ísl.
lögunum 13. des. 1895 um sama efní, nema hvað dönsku
lögin eru töluvert víðtækari.
21) Lög 12. apr. 1892 um viðurkennda sjúkrasjöði.
Kíkissjóður lætur þessum sjóðum í tje 500 þús. kr. tillag
á ári, til þess að veita verkmönnitm, húsmönnum, hand-
iðnamönnum, atvinnurekum, láglaunuðum sýslunarmönn-
um og öðrum, er búa við líkan hag, hvort sem það eru
karlar eða konur, ásamt börnum þeirra læknishjálp og að-
hjúkrun í sjúkleika. J>essi hjáip skal eigi talin sveítar-
styrkur.
22) Lög 12. apr. 1892 ttm meðlag með óskilgetnum
börnum breyta lögum 20. apr. 1888 lítið eítt; eru þar
tiltekin nákvæmar ýms atriði, er þóttu óljós i eldri lög-
unum.
23) Lög 12. apr. 1892, sem gilda að eins fyrir Fær-
evjar, miða til að efla jarðabætur og bæta húsakynni
á ríkissjóðsjörðum. Leiguiiði getur byggt ný hús í stað
gömlti húsanna og fær endttrgoldinn mismuninn á verði
þeirra úr ríkissjóði; greiðir hann síðan 4 af hundraði í
leigu af þessttm mismun. Á líkan hátt fær leiguliði end-
urgjald fyrir jarðabætur og borgar svo leigu af upphæð
endurgjaldsins.
24) Lög 9. mars 1893 heimila meiri hluta sóknarmanna
að lieimta hitun á kirkjum.
25) Lög 29. mars 1893 fyrir Færeyjar veita kennur-
ttm og kennsltikonum við alþýðuskólana eptirlaunarjett,
líkt og öðrum embættismönnum.
26) Lög 1. apr. 1893 breyta lögunum um lífsábyrgðar-
og framfærslustofnunina frá 1871 í ýmsum atriðum og á-