Lögfræðingur - 01.01.1897, Qupperneq 144
144
Yfirlit yfir löggjöf í útlöndum.
kveða, að stofnunin skuli framvegis heita: Ríkisstofnunin
fyrir lífsábyrgð (Statsanstalten for Livsforsikring).
27) Lög 14. apr. 1893 ákveða, að verja megi af rík-
issjóði 125 þús. kr. á ári, til að efla kvikfjárrækt; meðal
annars má verja allt að 40 þús. kr, til kynbóta hesta og
60 þús. kr. til kynbóta nautgripa.
28) Lög 14. apr. 1893 ákveða, að verja megi af rík-
issjóði 50 þús. krónum, til að styrkja "menn til að rannsaka
berklareiki í nautgripum og til að lækna hana. Með lög-
um 13. des. 1895 var fjárframlagið hækkað upp í 100
þús. kr. á ári.
29) Lög 14. apr. 1893 um næma húsdýrasjúkdóma
eru mjög nákvæm og merkileg lög. Lögákveðnir sótt-
varnarsjúkdómar eru meðal annars miltisbrandur og fjár-
kláði. Eigendur eða fyrirverar þeirra eru skyldir til að
halda öllum þeim dýrum, er hafa getað fengið sóttnæmið,
í ströngustu gæslu, láta sækja dýralæknir, sem svo sjer
um aðskilnað, lækningu o. sv. frv. nema eigandi samþykki,
að skepnan sje drepin. í ýmsum tilfellum er leyfður vald-
skurður á einstökum dýrum eða hjörðum ; banna má sam-
göngur milli hjeraða eigi að eins búfjár, heldur og sam-
göngur manna, eptir því sem nauðsyn krefur.
pegar valdskurður á sjer stað, fær eigandi endurgjald
af ríkissjóði og amtssjóði, nema því að eins að honum
megi kenna um veikina.
jj>egar nautgripir hafa augljósa berklaveiki, má eigi
láta þá á markaði, sambeitarland, í haga eða hús annara,
eða þar sem aðrir gripir eru reknir saman, ekki láta'neyta
kjöts af siíkum skepnum nema eptir rúði dýralæknis; ef
kýr hafa berklaveiki í júfrinu, , má að eins liafa mjólk
þeirra til skepnufóðurs, þó svo að hún sje soðin.