Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 145
Yfirlit yfir löggjöf í útlöndum.
145
Brot gegn lögunum varða sektum frá 4—500 kr.,
og tvöfaldast sektin við ítrekun, svo og skaðabótamissi
fyrir slátraðar skepnur1).
30) Lög 14. apríl 1893 fyrir Færeyjar eru um vernd-
un skelfiska.
31) Lög 13. apr. 1894 ákveða, að menn með tiltekn-
um skilyrðum skuli öðlast uppreisn æru sinnar án leyfis-
brjefs, og eru þau lík ísl. lögunum, sem samþykkt voru á
alþingi nú í sumar.
32) Lög 13 apr. 1894 um einkarjett veita heimild
til að öðlast einkarjett um 15 ár.
33) Lög 27. apr. 1894 ákveða, að það skuli sæta
sektum allt að 2000 kr. eða við ítrekun einföldu fangelsi,
að hafa rangar eða villandi upplýsingar um efni, tegund
og tilbúning o. sv. frv. á vörum, sem eru hafðar til
sölu. Sama hegning liggur við, ef nokkur flytur út frá
Danmörku annara landa smjör og setur danskt staðar-
nafn á smjörið eða umbúðir þess eða á annan hátt gefur
merki til, að það sje danskt.
1) Erindisbrjef, útgefið af innanrikisráðgjaíanum 24. ág. 1894,
um meðferð á næmum húsdýrasjúkdómum er mjögnákvæmt
í 366 greiuum.
Um fjárkláða er meðal annars ákveðið, að, ef kláði kemur
upp í heimafje eða fje í sambeitarlandi, þá skuli taka alla
hjörðina undir yfirvaldsumsjón. Hjörðina skal alla taka
undir um9jón dýralæknis til lækninga með maurdrepandi
lyfjum. Hjörðiu á að vera annaðhvort í húsi, girðingu,
í tjóðri eða stöðugri hjásetu. Ull, skinn og fjárhús á vand-
lega að sótthreinsa, og hafa fjárhúsin svo auð í 4 vikur,
þannig að lopt og vindur leiki um þau. Haga, þar sem
kláðasjúkt fje hefir verið, má eigi nota fyrir heilbrigt fje
fyrri en eptir 6 vikur. Eieð á að vera í strangri gæslu
um tvo mánuði frá því, er það er að útliti allæknað.
Lögfræðingur I. 1897.
10