Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 146
146
Yfirlit }Tfir löggjöf í útlöndum.
34) Lög 8. maí 1894 um heimild til að innleysa tí-
undir. Með lögunum er mönnum gjört sem hægast fyrir
með þetta, meðal annars með því að veita mönnum lán
af ríkissjóði, er afborgast á 60 árum, auk þess sem vextir
eru lágir (3‘/2 %).
35) Lög 13. apr. 1894 ákveða umsjón með útflutn-
ingi á nýju kjöti, til þess að hindra að flutt verði út frá
Danmörku nýtt kjöt, sem ekki á að nota til manneldis
eða er óhæft til þess.
36) Lög 1. marz 1895 ákveða umsjón með tökúbörn-
um ; á iðulega að gá að, hvernig með tökuhörn er farið.
Enginn má taka börn með meðgjöf nema með leyfi sveit-
ar- eða bæjarstjórnar; má taka þe'tta leyfi aptur, hve-
nær sem vill. þurfámenn mega ekki fá þetta leyfi.
37) Lög 10. apr. 1895 ákveða, að ömtin og kaupstað-
irnir skuli fá 865 þús. króna tillag af ríkissjóði fjárhags-
árið 1895—96.
II. N o r v e g u r.
1) Lög 21. apr. 1888 uffl ríkisborgararjett ákveða
meðal annars, að engir aðrir en norskir og sænskir ríkis-
borgarar megi fá einkarjett að lögum yfir fasteign í Norvegi,
nema þeir fái til þess kgl. leyfisbrjef. Hið sama' gildir um
leigu iands. Nokkur undantök eru þó gjörð í lögunum.
2) Lög 23. júní 1888 ákveða meðal annars, að jarð-
eign almannastofnana megi selja, þó að bannað hafi
verið í erfðaskrám, gjafabrjefum eða á annan hátt að
selja jarðeignina. Ennfremur er ákveðið, að, ef bannað
verði framvegis, að láta jarðeign af hendi annaðhvort í
erfðaskrá, gjafabrjefi eða á annan hátt, þá skuli slíkt bann
í lengsta lagi gilda í 30 ár eptir lát þess, er bannar.