Lögfræðingur - 01.01.1897, Qupperneq 149
Yfirlit yfir löggjöf í útlöadum.
149
auglýsa uppboð á fasteigninni, og síðan láta selja hana
án sáttar, dóms eða fjárnáms.
10) Lög. 4. júní 1892 um birtingar, fresti í einkamál-
um m. m. Lög þessi stytta fresti í einkamálum og gjöra
málaferli einfaldari. í stað tveggju stefnuvotta er nægilegt
að hafa einn stefnuvott. Gagnstefnu þarf eigi til að
fá skuldajöfnuð eða til að leiða andvitni. Eigi þarf að
stefna dómara fyrir æðra rjett, nema gjörð sje krafagegn
honum.
11) Lög 18.júní 1892 eru um breytingar á hegning-
arlögunum. Meðal annars er þar ákveðið, að sá maður
skuli sæta sektum, fangelsi eða hegningarvinnu, sem með
þverúð skýtur sjer undan að veita barnsmóður sinni (utan
hjónabands) nauðsynlega hjálp, þangað til hún er orðin
ljettari.
Ef kona levnir því, að hún sje óljett og síðan drýgir
hegningarvert athæíi útaf því, þá skulu foreldrar hennar,
húsbændur eða aðrir í líkri stöðu, sem vita eða liafa
fullan grun um ástand liennar, sæta sektum eða fang-
elsi, ef þeir hafa leitt hjá sjer að ganga á hana í tíma
og reyna að fá upplýst, hvernig komið er fyrir lienni.
12) Lög 27. júní 1892 ákveða umsjón í bæjum og
sveitum með kjöti, sem ætlað er til manneldis.
13) Lög 6. júlí 1892 um meðgjöf með óskilgetnum
börnum.
í Noregi er úrskurðað, eins og hjer á landi, liversu
hátt meðlag barnsfaðirinn skuli greiöa, og er ákveðið í lög-
unum, að úrskurða megi um meðlag fyrir 3 ár, áður en
beiðni um úrskurðinn kemur fram (5. gr.). Ef barnsfaðir
eigi borgar meðlagið, svo að konum er um að kenna, þá