Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 150
150
Yfirlit yfir löggjöf í útlöndum.
má láta hann í þrælknnarhús um 3 mánuði eða setja
liann í vist, og borgar ríkissjóður kostnaðinn við að taka
liann og setja hann í húsið eða vistina (10. og 11. gr.).
Ef barnsfaðir vill flytja út úr ríkinu, þá er hann
skyldur til að setja tryggingu fvrir, að meðlög með óskil-
getnu barni hans verði greidd, þangað til barnið verður
15 ára og stundum jafnvel lengur, nema því að eins að
yfirvöldin veiti undanþágu frá þessu. Ef líkindi eru til
þess, að barnsfaðir ætli að flytja út, án þess að gæta þess-
arar skyldu sinnar, þá má banna lionum útförina og kyr-
setja fje hans. Ennfremur geta yfirvöldin þá ákveðið, að
gjöra megi lögtak fyrir meðlögum síðari ára og að þau
verði sett inn í sparisjóð.
Ef óljett kona lýsir yfir, að einhver sje barnsfaðir
liennar og býður eið að, þá má einnig stundum fyrirbjóða
Jieirn manni útförina, nema hann setji tryggingu fyrir
meðlögum síðari tíma (14—16 gr.).
Ef útflutningsstjórar eða aðrir flytja mann úr ríkinu,
sem þeir vita, að er fyrirboðin útför, þá verða þeir að
borga barnsmeðlög mannsins (17. gr.).
J>á hafa og verið gerðar með lögunum miklar breyt-
ingar á rjettarfarinu í barnsfaðernismálum.
Sá, sem er kennt barn, verður sjálfur að höfða mál
gegn móður barnsins og lireinsa sig af faðerninu; geta
vfirvöldin jafnvel sett honum frest til að bera faðernið af
sjer á þennan hátt. Ef hann lætur frestinn ónotaðan, án
þess að honum verði veittur nýr frestur, skal hann talinn
faðir barnsins. Karlmaðurinn hefur eptir þessum norsku
lögum engan einkarjett til eiðsins, því að ef móðirin
getur bent á einhverjar Jíkur til stuðnings sínu máli, þá
fær liún eiðinn, og hið sama er, ef álíta má að karlmann-